Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 87
MATURINN, SEM NÚ FER FORGÖRÐUM
85
ið fram á ýmsum öðrum korn-
tegundum og ótal tilraunir ver-
ið gerðar. Jurtafræðingar hafa
meðal annars ræktað afbrigði
ólíkra tegunda. Hr. Levin sagði
við mig: „I Kanada hafa menn
þegar náð ágætum árangri við
ræktun, uppskeru og vinnslu
þessara nýju afbrigða. I Illinois
höfum við sáð í stórar ekrur
lands kanadisku útsæði og höf-
um í hyggju framleiðslu á mjöli
og olíum í stórum stíl. Þannig
hefir áður óarðbærri ræktun
verið breytt í arðbæra, og nýj-
ar tekjulindir opnast fyrir land-
búnað og iðnað.
Lesandinn hefir að sjálfsögðu
veitt athygli hinni síendurteknu
fuilyrðingu um eggjahvítuinni-
hald þessara „þurrhreinsuðu"
fæðutegunda, sem jafngildi
eggjahvítu beztutegunda.Bænd-
ur og aðrir þeir sem við gripa-
rækt fázt munu líta skoðanir
þessar óhýru auga — því þær
kippa að nokkru burt grundvelli
þeim, sem atvinna þeirra hvílir
á. Húsdýrin eru frá búskapar-
Iegu sjónarmiði séð einskonar
vélar, er framleiða eggjahvítu-
ríkar afurðir, t:l neyzlu fyrir
almenning. Hinsvegar eru þess-
ar vélar mjög „úreltar“. Talið er
að hænuungar muni þurfa um
3 y2 kg. fiskmetis á móti hverj-
um 12 eggjum, sem þeir verpa.
Kálfur, sem alinn er til slátr-
unar þarf um 4 kg. af eggja-
hvítu, en skilar aðeins fókg.
þegar honum er slátrað.
Þetta er óskynsamlegur bú-
rekstur. Að vísu gátum við sætt
okkur við hann, meðan við höfð-
um ekki tök á annari vél,
sem framleiðir eggjahvíturíkar
fæðutegundir. Nú hafa vísinda-
mennirnir bent okkur á betri
leiðir. Þeir hafa látið okkur í
té elnfalda og ódýra aðferð til
f jöldaframleiðslu á fæðutegund-
um sem eru mjög bætiefna-
eggjahvítu- og steinefnaríkar,
allt úr efnum sem áður voru
talin einskisverð.
Ef við ætlum okkur að
brauðfæða þessa rúmu billjón
íbúa hernumdu þjóðanna að
stríðslokum — og það takmark
ættum við að setja okkur, —•
þá er bezt að hætta þessari
heimskulegu sólundun strax.
Þessu takmarki getum við ekki
náð með gömlum úreltum að-
ferðum. Jafnvel þótt milljónir
manna yrðu settar til nýs land-
náms og nýbýlastofnana, væri
vandamálið ekki leyst. Hvernig
verður það þá leyst?, spyrja
menn. Þessu svarar Ezra