Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 90
88
ÚRVAL
fór svo að raða þeim í bunka,
suraum henti hann, en stóð upp
og lét önnur í möppur sínar.
Loks rakst hann á rautt
blað. Það tók hann upp og
hrópaði: „Hvert þó í syngjandi,
hvað er þetta?“ Og hann las:
„Hinn 19. júlí var tekið á móti
skipun frá Marvin hershöfð-
ingja, 49. herfylki, um að úti-
loka alla vagna úr Adano. Varð-
menn voru settir á brúna yfir
Rosso-ána og við brennisteins-
vinnslu Caropardós. Skipuninni
fullnægt. 20. júlí voru varðmenn
teknir burtu samkvæmt skipun
Victor Joppolo majórs . .
Purvis barði með flötum lófa
í borðið. „Hver fjandinn," öskr-
aði hann.
Trapani kom inn í þessu.
„Heyrið, þér þarna, komið
þér hingað,“ sagði Purvis kap-
teinn.
„Já, herra,“ sagði Trapani.
„Hvað er þetta?“ spurði
kapteinnin og. rétti fram rauða
blaðið.
Trapani tók blaðið og leit á
það. „Þetta er skýrslan um
múldýrakerrurnar, herra,“ sagði
hann rólega. „Þér sögðuð
mér að gefa þessa skýrslu,
munið þér það ekki ?“
„Þér megið vera viss um, að
ég man það, en hvert sagði ég
yður að senda hana?“
„Hún átti að fara til G- her-
fylkisins, herra.“
„Nú, því í fjandanum senduð
þér hana þá ekki?“
„Ég lagði hana á borðið, til
undirskriftar, herra.“
Purvis belgdi sig og fnæsti.
Hann vissi fullvel, að hann lét
sér ekki eins anntumskrifborðið
sitt, eins og honum bar. „Jæja,
andskotinn hafi það. Við skul-
um þá senda hana núna. Ég
ætla persónuiega að horfa á
yður láta skýrsluna í póst-
töskuna til aðalstöðvanna.“
Trapani liðþjálfi settist niður,
skrifaði utan á umslag og lét
örkina í það. Svo setti hann um-
slagið í töskuna, sem átti að
fara næsta eftirmiðdag með
hraðboða til aðalstöðva her-
fylkisins. Hann skrifaði utan á
það rangt nafn, en Purvis kap-
teinn tók ekkert eftir því.
Purvis kapteinn var mjög
gagnrýninn á Joppolo, þegar
hann var hvergi nærri. Þegar
hann talaði við Joppolo var
hann hins vegar mjög kurteis,
næstum vingjarnlegur.
Þessir tveir menn áttu nú,
auk þess að tala sömu tungu,