Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 94
92
ÚRVAL
af rauða blaðinu til þess að
setja í skjalasafn 49. herfylkis,
þar sem þau yrðu grafin og
sæjust aldrei framar. Eitt af-
rit fór í möppu herlögreglunnar,
annað í starfsmannamöppu, og
þriðja í leyniþjónustumöppu, og
utan á hana var skrifað: „Her-
tekin lönd, það, sem gert hefir
verið til þess að halda aga.“
Liðþjálfinn tók afrit af rauða
blaðinu til þess að ná hreinu
afriti handa Middleton ofursta
og hershöfðingjanum.
Liðþjáifi þessi var fram-
gjarn maður. Hann fyrirleit
allt kák, vandaði sig svo mikið
við vélritunina, að hann tók
ekki einu sinni eftir, hvað stóð
á rauða blaðinu. Síðan lagði
hann afritin fjögur og frum-
ritið í körfuna, sem fara átti
til Norris ofursta.
Það vildi svo til, að Norris
hafði aðstoðarmann, Butters
nokkurn liðsforingja, sem var
mjög forvitinn. Hann gerði
ofurstanum oft gramt í geði
með því að lesa yfir öxlina á
honum. Hann langaði alltaf til
að vita hver hernaðartilskipun-
in var, um leið og hún var
ákveðin, jafnvel áður en hún
fór til foringja hersveitarinn-
ar.
Eini kosturinn við forvitni
Butters var sá, að venjulega
las hann bréf Norris vandlegar
en bæði Norris sjálfur og lið-
þálfinn.
Morguninn eftir að liðþjálf-
inn lét rauða blaðið og afritin
í körfu ofurstans fór Butters
eldsnemma á fætur, klæddi sig,
rakaði sig upp úr hjálmi sínum,
gekk síðan að skrifborði Norris
og athugaði skjölin, sem bor-
izt höfðu. Þetta var fyrir morg-
unverð.
Þegar kom að rauða blaðinu
og afritunum, tók hann blöðin
út úr hrúgunni, las þau til enda,
setti hrúguna aftur í körfuna
en stakk rauða blaðinu og af-
ritunum í skjalahylki á sínu
eigin borði.
Seinna um daginn, þegar
ofurstinn var fjarverandi á
ráðstefnu, tók Butters fram
rauða blaðið og afritin. Hann
kallaði á liðþjálfann yfir að
borði sínu.
„Sáuð þér þetta?“ spurði
liðsforinginn.
Liðþjálfinn, sem var hræddur
urn, að hann hefði gert ein-
hverja skyssu, sagði bara: „Já,
herra“.
„Majórinn hafði rétt fyrir
sér,“ sagði liðsforinginn.