Úrval - 01.10.1944, Page 103
KLUKKA HANDA ADANOBORG
101
„Hafið þið heyrt fréttimar?11
sagði hinn ókunni.
„Hvaða fréttir“, sagði einn
af þesum fjórum.
„Um gagnárás Þjóðverja. Ég
er órólegur í dag út af því,
sem ég hefi frétt.“
„Hvað hefirðu frétt?“ sagði
einn hinna fjögurra.
„Það virðist vera satt. Árás-
in byrjaði þann tuttugasta og
þriðja og hefir bersýnilega náð
hámarki núna í morgun. Þjóð-
verjar eru að reyna að fleygja
Ameríkumönnum í sjóinn“.
Einn af Adonabúunum sagði:
„Hvað heldur þú, að ske
muni?“
Ókunni maðurinn sagði: „Það
er einmitt það, sem gerir mig
órólegan. Ég vil helzt ekki tala
um það.“
Einn mannanna sagði:
„Hvers vegna ekki?“
Annar sagði: „Segðu okkur
það“.
Ökunni maðurinn sagði: „Nei,
það væri ekki rétt, hvorki
gagnvart ykkur eða Ameríku-
mönnunum. Ég vil heldur vera
órólegur einn“.
Mennirnir kröfðust þess, að
hann segði þeim allt af létta.
Ókunni maðurinn, sem var
slunginn og hafði séð, að lati-
Fatta var bjáni og góður slef-
beri, sagði: „Jæja, ég skal segja
þessum það,“ — hann átti við
Fatta.
Hann tók Fatta afsíðis. Hin-
ir sáu manninn hvísla að Fatta,
og þeir sáu Fatta fölna upp.
Því næst sáu þeir, að ókunni
maðurinn gekk í burtu frá
Fatta og inn í verkamannahóp-
inn.
Fatta kom til þeirra. Hann
mælti og var óðamála: „Þjóð-
verjar ætla að gera árás á
höfnina í Adano klukkan ellefu
— eiturgas. Því verður dreift úr
flugvél“.
Eftir nokkur augnablik voru
mennirnir farnir að tvístíga
órólega, og sagan breiddist út
á meðal manna eins og eldur í
sinu. „Eiturgas klukkan ellefu
. . . Gas klukkan ellefu . . .
Gas, ellefu, flugvél . . . Gas,
ellefu . . . Gas . . . Gas . . .
Gas . . .“
Þegar klukkuna vantaði tvær
mínútur í ellefu voru hinir ein-
földu, ítölsku verkamenn slegn-
ir af ótta. Þá kallaði verkstjór-
inn, að allir ættu að vera til-
búnir að hefja vinnu með
stuttum fyrirvara. Hjálparvél-
amar vom hitaðar upp. Menn
áttu að skipa sér í flokka,