Úrval - 01.10.1944, Page 104
102
ÚRVAL
eins og fyrir hafði verið mælt.
Mennirnir fluttu sig til og
hvenær sem tveir menn mætt-
ust, sem ekki höfðu talað saman
áður, sagði annar: „Hefurðu
heyrt . . . ?“, og hinn kinkaði
kolli.
Klukkan var nú orðin ellefu.
Klukkan þrjár mínútur yfir
ellefu, einmitt þegar verka-
mennirnir voru á leiðinni að
Anzio til þess að taka stöður
sínar, heyrðist flugvélardynur
í lofti.
Þetta var áætlunarflugvél,
sem fara átti yfir Adano á
hverjum morgni klukkan ellefu
— eins og sérhver útsendari
óvinanna gat auðveldlega kom-
izt að raun um og eins og sér-
hver ítalskur verkamaður gat
auðveldlega gleymt.
Þegar flugvélin, sem flaug
þúsund fet fyrir ofan loft-
vamabelgina, flaug yfir Adano-
höfn, litu allir verkamennimir
við Anzio upp. Ókunni maður-
inn reikaði til Fatta og muldr-
aði: „Þarna er hún“.
Fatta lét þetta berast. Það
var bókstaflega eins og hrollur
færi um hópinn.
Menn spurðu hverjir aðra:
„Hvað á að gera?“
Sumir sögðu: „Höfnin er
skotmarkið. Við erum í miðju
skotmarkinu."
Aðrir sögðu: „Er gasi dreift
með sprengjum? Eða sáldrast
það ofan yfir okkur?“
Ókunni maðurinn, sem auð-
sjáanlega hafði æfingu í slíku,
beið þar til óttinn hafði náð
hámarki meðal rnannanna. Þá
fómaði hann höndum og æpti:
„Ég finn lyktina af því“.
Og hann brá við og hljóp í
áttina til borgarinnar.
Nú sló ógurlegum ótta yfir
mennina. Þeir hlupu allir. Lati-
Fatta hljóp í fyrsta skipti síð-
an 1932, þegar Carmelina, kona
hans, grátbað hann að hlaupa
og sækja Ijósmóðurina.
Einhver hrópaði: „Út í vatn-
ið. Bjargið ykkur!“ Um það
bil átta menn hlupu í sjóinn.
Tveir þeirra kunnu ekki að
synda, og það varð að bjarga
þeim.
Lati-Fatta hljóp við hliðina
á ungum sterkum manni, Zin-
gone að nafni.
„Hvað eigum við að gera?“
sagði Zingone hræddur.
Lati-Fatta sagði: „Við skul-
mn ekki hlaupa svona hratt.
Við verðum að spara kraftana,
við þurfum ef til vill að hlaupa
langt.“