Úrval - 01.10.1944, Síða 106
104
ÚRVAL
strætið og skokkaði léttilega við
hliðina á honum.
„Hvað hefir skeð svo hræði-
legt, að það kemur þér til að
hlaupa ?“
„Gas“, sagði hann á milli and-
kafanna. „Eitur. Þjóðverjar“.
Zingone, sem alls ekki var
móður, útskýrði þetta fyrir
henni: „Það var ráðizt á okkur,
þar sem við vorum að vinna
við höfnina. Sumir fundu
lyktina af því. Hún var lík
brennisteinsreyk. Ég held jafn-
vel, að það hafi verið brenni-
steinsreykur."
Carmelina sagði: „Hver
sagði, að það væri gas?“
Zingone svaraði: „Ókunnur
maður.“ Hann sagði söguna um
þýsku gagnárásina.
Carmelina sagði: „Það er bezt
fyrir þig að hlaupa ekki svona
hratt, Fatta, þú springur.“
Fatta var sannarlega orðinn
fagurrauður og hægði með
glöðu geði dálítið á sér.
Carmelina sagði: „Ég trúi
því ekki, að um neitt gas hafi
verið að ræða.“
En nú skeði þetta, sem kom
henni til að trúa því. Hið fyrsta
var, að hópur af fólki safnaðist
umhverfis mann, sem lá ælandi á
götunni. Maður þessi var Butta-
fuoco nokkur, sem var veikur,
af því að hann hafði drukkið
eina flösku af víni, áður en hann
fór tii vinnu. En þegar honum
tókst að koma upp orði fyrir
uppköstunum, þá öskraði hann:
„Gas, gasið.“ Það dreifðist úr
hópnum, og allir fóru að hlaupa.
Allir urðu óttaslegnir af að sjá
hinn fyrsta, sem varð sjúkur af
gasinu.
Einn af verkamönnunum var
ungur maður, Lo Faso að nafni,
sem þar til nokkrum vikum
áður, hafði verið kirkjuþjónn í
Munaðarleysingjaskólanum, og
hið fyrsta, sern honum datt í
hug, var að hringja kirkju-
klukkunni. Þegar hann gerði
það, og fólk um alla borgina
heyrði eina klukku hringja á
skökkum tíma, jókst skelfingin.
Þeir, sem vissu um gasið, urðu
enn hræddari, og hinir, sem ekk-
ert vissu, hlupu um göturnar og
spurði, hvað um væri að vera.
Brátt hljóp fólk hundruðum
saman um göturnar og spurði,
hvað væri að gerast. Þegar
Carmelina sá allt þetta fólk,
fór hún að trúa sögunni.
Carmelina, Fatta og Zingone
komu inn á Piazza, þar sem mik-
illmannfjöldivarsaman kominn,
og hver snérist um annan. Fatta