Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 114
112
TJRVAL
stundum get ég ekki að því
gert, að mér fellur vel við hann.
Um daginn, við hádegisverðinn,
var hann að segja mér, að hið
eina, sem sig í rauninni langi til,
sé að Itölunum þyki vænt um
sig. Veiztu hvað mér finnst, við
ættum að gera? Mér finnst, að
við ættum að halda samkvæmi
fyrir hann. Eða ég helö, að við
ættum öllu fremur að korna því
svo fyrir, að Italarnir haldi hon-
um samsæti." Purvis leit aldrei
á Giuseppe sem Itala, þar eð
hann talaði ensku.
„Giuseppe skal sjá um það.“
,,Ég á við verulega gott sam-
kvæmi, Giuseppe. Með fólki eins
og borgarstjóranum og þessum
gamla brennisteinskarli og
svo auðvitað nokkrum fallegum
stúlkum."
„Giuseppe skal sjá um það.“
„Og dáiítið vín, Getum við
ekki fengið kampavín til til-
breytingar?“
„Giuseppe skal sjá um það.“
„Ef við hefðum verulega fjöl-
mennt samkvæmi, gætu viss
kapteinn og viss ung stúlka
horfið, er það ekki?“
Giuseppe deplaði augunum.
„Það, sem mér er verst við í
smá samkvæmum, er það, að ef
einhver fer út, taka allir eftir
því. Við ættum að halda voldugt
samkvæmi til tilbreytingar.“
Giuseppe sagði: „Hvað mund-
uð þér vilja hafa margt fólk,
kapteinn ?“
„Æ, það veit ég ekki, þú nærð
einhverjum ítölum saman og
svo ákveðið þið það. Ég legg til
alla peninga., sem þú þarft. Við
getum haft þetta í húsinu þar
sem menn mínir búa, í húsinu
hans Quattrocchi. Nóg af her-
bergum þar með rúmum, ha
Giuseppe?“ og nú var það Pur-
vis, sem deplaði augunum.
„Hvenær viljið þér hafa sam-
kvæmið?“ spurði Giuseppe.
„Bráðlega. Hvernig væri að
hafa það á föstudag?“
„Giuseppe skal sjá um það.“
Og þannig vildi það til, að
tveim eða þrem dögum síðar
fékk Joppolo kort í póstinum. Á
því stóð á ítölsku: ,, Nefnd borg-
ara í Adano biður um þá ánægju
að fá að sjá yður í samkvæmi,
sem haidið verður til heiðurs
Hans Hágöfgi, herra Victor
Joppolo majór á föstudags-
kvöldið 29. júlí, í Villa Rossa
við Via Umberto nr. 71, klukk-
an hálf níu eftir hádegi."
Joppolo reisti kortið upp við
blekbyttu á borðinu þar sem
hann gat lesið það og gerði það