Úrval - 01.10.1944, Page 117
KLUKKA HANDA ADANOBORG
115
Þér getið verið vissir um að
Joppolo var niðri á götunni.
Hann vildi vera þar til þess að
finna ilminn af hamingju borg-
arinnar. En hann var einnig
haldinn þessari sömu forvitni
og knúði Tinu áfram. Hann var
líka að velta því fyrir sér, hvort
Giorgio væri þarna.
Strax og hann heyrði kliðinn
í hópnum, — en hávaðinn barst
auðveldlega inn um frönsku
gluggana á skrifstofunni, —
hafði hann hlaupið niður á götu,
og hann hafði gengið hratt í átt-
ina til mannanna, jafnvel áður en
konurnar fóru að hreyfa sig.
Þessvegna var hann næstum
því kominn til fanganna, þegar
konumar fóru að hlaupa.
Þegar fangarnir sáu majór-
inn, hlupu sumir þeirra fram
og hrópuðu: „Ameríkumaður,
Ameríkumaður! “ Þeir föðmuðu
hann og sumir kysstu hann. Og
það voru brauðmolar á andiiti
majórsins þegar þeir loks hættu.
Þetta var síðasti brjálæðis-
verknaður hermannanna. Menn,
sem mánuðum saman höfðu
verið þjálfaðir og æfðir og skip-
að að drýgja hinn svívirði-
legasta allra glæpa, morð, létu
nú ástúð sína rigna yfir einn
þeirra manna sem þeir höfðu
verið sendir út til þess að drepa
Konurnar nálguðust. Sumar
höfðu séð menn sína og hrópuðu
nú skjáifandi röddu nöfn þeirra.
Nú loksins fóru mennirnir að
hlaupa. Það voru aðeins um
tíu skref eftir.
Hópamir runnu saman.
Það var í fyrstu ótrúleg sjón.
Þau hjón sem höfðu fundizt,
föðmuðust. Sum hlóu, önnur
grétu, sum hvísluðu og önnur
æptu, sum döngluðu hvort í
annað, önnur kjössuðu hvort
annað.
Sumar konurnar, sem höfðu
misst menn sína, f öðmuðu f yrsta
karlmanninn, sem þær náðu í,
aðeins til þess að kenna þessar-
ar tilfinningar, sem þær þráðu
svo mjög. En mennimir hrundu
þeim frá sér og leituðu að sín-
um eigin mökum.
Og nú bar mest á þeim kon-
um, sem alls ekki áttu að fá að
njóta þeirar hamingju að hitta
menn sína framar. Þær þutu
hraðar og hraðar frá einu par-
inu til annars, endurtóku nafn
eiginmannsins í sífellu, spurðu,
horfðu tvisvar og þrisvar á and-
lit, sem þær höfðu séð áður, að-
eins til þess að vera vissar. And-
lit þeirra urðu fölari og fölari,
og loks tóku þær að gráta. Þótt