Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
einkennilegt sé öskruðu fæstar
þeirra, heldur grétu þær hljóð-
laust; tárin streymdu niður
sorgþrútin aldlitin.
Tina þurfti ekki lengi að
hlaupa. Og það vildi svo til, að
Joppolo stóð við hliðina á henni,
þegar hún fékk að vita það.
Ungur maður gekk frá konu
sinni. Hann gekk til Tinu, stað-
næmdist frammi fyrir henni og
hristi höfuðið. Þetta var allt og
sumt sem þurfti, Tina vissi það.
Joppolo gleymdi öllum sínum
áminningum um hegðun á
almannafæri. Hann gekk fram
og tók hönd Tinu. Hönd hennar
lá köld og máttlaus í hendi
hans, og hún virtist ekki skynja,
að hann var þarna.
Joppolo rak ekki á eftir Tinu.
Hann lét hana gráta þar til
tárin hættu að renna og kjökur
hennar varð þurrt og ömurlegt.
Hann snart hana allan tímann,
studdi hendi á öxl henni eða
handabaki, aðeins til þess að
láta hana finna, að einhver var
þarna hjá henni.
Joppolo fór heim með Tinu og
var hjá henni það sem eftir var
dags. Hann var dásamlega blíð-
ur við hana. Samúð hans virtist
styrkja hana, og oft leit hún í
andlit honum þannig, að honum
hitnaði undarlega um hjarta-
ræturnar.
Loks sagði hann við hana:
„Tina, ég veit ekki, hvort það
er rétt að segja þetta núna, í
dag, en ég ætla samt að gera
það. Tina, ég — æ, það er ef til
vill best að bíða og segja það
seinna.“
Hún leit þannig á hann, að
honum fannst hún hefði orðið
fyrir vonbrigðum, en hún sagði
blíðlega: „Kanske það sé betra.“
Hann sagði: „Ég segi þér það
í samkvæminu á föstudaginn".
Hún endurtók hljóðlega: „Á
föstudaginn". Og hún leit und-
an og sagði: „Það er skrýtið,
en ég vissi aldrei, hvort ég
elskaði Giorgio. Ég dáðist að
honum og stundum var ég
hrædd við hann og að sumu
leyti þótti mér vænt um hann.
En hold hans var kalt. Hann
var ákaflega þrályndur. Ég veit
þó ekki . . . .“
Hún fór aftur að gráta.
Marvin hershöfðingi trúði á
það, sem hann kallaði að „fylgj-
ast með“. Hann vildi vita, hvað
væri um að vera bæði úti í
heiminum og í hernum.
Af þessum ástæðum lét hann