Úrval - 01.10.1944, Page 128
126
ÚRVAL
loðmæltur: „Þú getur ekki
skipað mér neitt.“
„Borth liðþjálfi,“sagðimajór-
inn með áherzlu á liðþjálfi.
„Vertu ekki að kalla mig lið-
þjálfa,“ sagði Borth, ,,þú hefir
ekkert vald til þess að skipa
mér.“
„Ég hefi jafn mikið vald og
áður, og ef þú hagar þér ekki
ii
„Nei, nei, þú hefir það ekki,“
sagði Borth. „Þú getur ekki
skipað neinum neitt, ekki í
Adano.“
„Borth, þú ert fullur. Hagaðu
þér nú vel.“
„Joppolo, það er búið að reka
þig. Þú hefir verið leystur frá
störfum. Þú hefir ekkert vald
hér lengur.“ 0g Borth fór að
gráta.
„Borth, ég veit ekki hvað þú
ert að tala um, en ég —“
Majórinn þagnaði og gekk að
Borth, tók í handlegg honum
og reyndi að leiða hann á burtu.
„Slepptu mér,“ sagði Borth.
Hann fór í vasa sinn og sagði:
„Ilérna, lestu þetta.“
Joppolo las skipunina, sem
kallaði hann frá Adano.
„Hvar náðirðu í þettta?“
spurði hann.
Borth var aftur farinn að
gráta. ,,Á borðinu þínu. Ég
ætlaði ekki að láta þig sjá það
fyrr en eftir samkvæmið.“
Majórinn gekk út úr herberg-
inu.
Victor Joppolo lék hlutverk
sitt prýðilega það sem eftir var
kvöldsins, þar til hann var að
bjóða Tinu góða nótt rétt utan
við útidyrnar hennar. Þá
tók hann utan um hana og sagði
dapurlega: „Ég er svo óham-
ingjusamur."
Tina ýtti honurn frá sér og
leit í andlit honum. Hún lagði
hendurnar á axlirnar á honum
og sagði: „En ég hélt, að þú
værir hamingjusamur."
Majórinn var nú búinn að ná
stjórn á sér aftur. „Ég er það,“
sagði hann, „fyrirgefðu."
„Er það vegna konu þinnar?“
spurði Tina.
„Nei, Tina, það er ekkert.“
Því næst kyssti hann hana blíð-
lega í skugga stigans og sagði:
„Vertu sæl þangað til ég sé þig
aftur.“
Hún varð skelfd og sagði:
„Hvað er að? Hversvegna
sagðirðu: vertu sæl, í staðinn
fyrir „góða nótt“? Hvað er að?“
“Ekkert Tina. Góða nótt?
Tina.“