Úrval - 01.10.1944, Page 131
BRÉF FRÁ LESENDUM
Herra ritstjórl!
EXT að þér þolið og- misvirð-
ið ekki þótt meira sé sagt
um rit yðar en iofgjörð einungis.
X 4. hefti XXrvals þykir mér —
þó ritið sé ekki stækkað — held-
ur kenna þynningar í sögunni
um Klukkuna. Þó að hún væri
ekki lengri en þessar 40 bls. er
það full rúmfrekt úrvaL Því
fremur meðan út er gefið ofsa-
flóð af útlendum skáldsögum,
misjöfnum af efni og vand-
virkni.
Hins vegar tel ég aðrar grein-
ar i hefti þessu fræðandi og
skemmtilegar, eins og fyrr.
Nefni ég þó aðeins þrjár þeirra.
Dæmið um hug æskulýðsins er
athyglisvert. Mætti gjaman
taka upp slíkar fyrirspurnir í
öllum skólum landsins. Svari
böm og æskulýður rétt og segi
satt, eins og sjálfsagt væri að
krefjast, fengist merkileg leið-
beining um það, hverjar brautir
þjóðin vilji og muni troða á ná-
lægu æviskeiði.
Leitin að frumbyggjum Ame-
riku er bæði fróðleg og skemmti-
leg. Og væri þó mikil endurbót,
ef myndir gætu fylgt slíkum
greinum, hér t. d. af góðum
tinnufleini eða beinagrind fágæt-
ustu dýrategunda.
DDT skordýraeitrið er merki-
legt efni, og nauðsyn að fylgjast
með þvl, hvar og hvernig það
getur komið að mestum og bezt-
um notum . . .
Vlnsamlegast V. G.
Herra ritstjóri!
IKIÐ þótti mér vænt um að
lesa greinina „Landkynn-
ing“ i 4. hefti Úrvals. Það er
eins og blessuð blöðin okkar séu
haldin einskonar ofnæmi fyrir
öllum þeim skrifum, sem um ls-
land birtast í erlendum blöðum
og bókum, hversu ómerkileg,
sem þau eru. Þau láta i ljós
bamslega hrifningu í hvert
skipti, sem þau sjá vinsamleg
ummæli útlendinga um landið
og þjóðina, en fyllast gremju, ef
þau koma auga á miður góð-
gjöm skrif eða rangfærslur um
okkui-, þótt í ómerkilegu blaði
sé. Jafnframt hrópa þau há-
stöfum á aukna landkynningu,
og er jafnvel svo að skilja, sem
framtíð okkar, bæði efnaleg og
menningarleg, sé í bráðri hættu,
ef ekkert verður að gert. Þó að
ég nefni blöðin í þessu sambandi,
fer fjarri þvi að þau séu ein um
þessa skoðun. Þvert á móti virð-
ist hún mjög útbreidd. Þess
vegna er grein Jakobs Bene-
diktssonar þörf og timabær
hugvekja, og sé honum þökk
fyrir — svo og Úrvali fyrir að
birta hana löndum Jakobs hér
heima.
Meö vinsemd K. H.