Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 21
Shostakovich er meðal fremstu
tónskálda heimsins. Hér
er lýst hvernig'
Shostakovich túikar sigurinn í tónum.
Grein úr „New York Times Magazine“,
eftir Robert Magidoff.
MITRI SHOSTAKOVICH er
að semja níundu hljóm-
kviðuna. Með henni lýkur hann
þremur samstæðum verkum,
sem skapazt hafa við hina stór-
kostlegu og óttalegu atburði
nokkurra síðusíu ára. Fyrsta
hljómkviðan af þessum þremur,
sem er sjöunda hljómhviða
Shostakovich, er helguð hetju-
baráttunni við Leningrad; átt-
unda hljómkviðan, eitt af al-
vöruþrungnustu verkum tón-
skáldsins, lýsir píslum hins
hrjáða mannkyns, og hin
níunda mun fagna sigrinum
jrfir hinum iliu öflum.
„Eruð þér þegar langt komn-
ir með verkið ?“ spurði ég hann.
„Um það er erfitt að segja,“
svaraði hann. „Segja mætti, að
ég væri ekki einu sinni byrjað-
ur. Ég geri hvorki uppkast né
hripa niður stef til þess að
vinna úr síðar. Ég hugsa bara
um verkið, og þegar það er til-
búið, skrifa ég það upp í flýti,
venjulega með litlum eða engum
breytingum. Sennilega ætti ég að
leggja meiri vinnu í tónsmíðar
mínar, en einhvernveginn verð-
ur aldrei úr því. Nei, meira get
ég ekki sagt um níundu hljóm-
kviðuna mína. Þessi tími, sem
hún hefir verið að brjótast um í
huga mér og þroskast, er svo
torskilinn, að ég get ekki einu
sinni gert mérgreinfyrirhonum
sjálfur. Þegar þar að kemur
mun ég rita niður allt verkið í
einu vetfangi.
„Það er að minnsta kosti til
eitt verk eftir yður, sem þér
voruð lengi að semja.“
„Þér eigið við tríóið mitt.“
Shostakovich var þögull um
stund. Að lokum mælti hann:
„Já, mér gekk erfiðlega með
þetta tríó, og ég skil það ekki
ennþá. Ég byrjaði að skrifa það
upp snemma árs 1944, en þá
strandaði ég skyndilega. Að því
er virtist hafði ég byrjað á því
áður en það hafði náð fullum
þroska í huga mér. Ef til vill
var því um að kenna, að ég
3*