Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 111
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
109
barst taktbundið hljóð boo-boo
trumbanna. Fylgdarmennirnir
okkar þrír voru dauðskelkað-
ir.
Þá kom allt í einu maður út
úr skógarþykkninu. Hann var
svo ægilegur ásýndum, að það
lá við að hann væri tígulegur.
Hann bar mittisskýlu eina
klæða og var með bein í gegn-
um nefið, eins og hinir villi-
mennirnir; en framganga hans
var með öðrum hætti — hann
bar sig eins og sá sem valdið
hafði. Valdið lýsti sér líka í
hæð hans, hinum breiðu herðum
og vangasvipnum, og augu hans
báru vott um gáfur, viljafestu
og lævísi. Ég vissi að hér mundi
Nagapate vera kominn.
Hann gekk hægt til okkar og
hvessti á okkur augun. Mér til
undrunar heyrði ég að kvik-
myndatökuvélinni var snúið.
Martin var að kvikmynda
höfðingjann.
„Mundu, elskan,“ rödd hans
var lág og róleg, „sýndu engin
hræðslumerki — brostu —
taktu varninginn fram.“
Ég lagði mig alla fram til að
reyna að brosa vingjarnlega.
Nagapate hélt rakleitt til mín.
„Komið þér sælir, hr. Naga-
pate,“ sagði ég og rétti honum
tóbak. Hann virti það tæplega
viðlits.
„Reyndu baðmullardúkinn,“
sagði Martin. „Ef við getum
náð honum á okkar band, er
öllu óhætt.“
Ég sá fjóra hringi á fingrum
Nagapates; einn þeirra var inn-
siglishringur með greinilegu
flúri. Það fór hrollur um mig.
Tók hann hringina af fingrum
fórnardýranna áður en hann
sauð þau eða á eftir ?
„Þetti er ljómandi fallegur
baðmullardúkur,“ sagði ég hátt
og rétti fram rauðan dúk. Naga-
pate teygði fram höndina, en í
stað þess að taka við dúknum,
þreif hann í handlegginn á mér.
Hönd hans var eins og þurrt
leður.
Róleg rödd Martins barst til
mín, þegar ég var að yfirbugast
af skelfingu: „Vertu ekki
hrædd, Osa. Han er bara forvit-
inn.“
Það leit út fyrir, að hið hvíta
hörund mitt væri hinum trölls-
lega blökkumanni undrunarefni.
Það rumdi í honum, þegar hann
var að reyna að nudda hvítuna
af með fingrunum. Er hon-
um heppnaðist það ekki, tók
hann upp reyrbút, skóf hörund
mitt með honum, og virtist