Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 71
1 HEIMSSTYRJÖLD A HEIMSSKAUTI
69
Selskjötið kom líka í góðar
þarfir handa hundunum.
Fyrsti ísbjörninn, sem við
lögðum að velli, var hinn föngu-
legasti. Hann barst til eynnar
á rekaís og kom norðan að.
Ekki átti hann langa lifdaga á
Jan Mayen. Seinna sendum við
feldinn til Hákonar konungs,
sem gjöf frá „frjálsum Norð-
mönnum á frjálsri norskri
grund.“
Það, sem einna mest vakti
undrun okkar á Jan Mayen,
voru hinir trylltu stormar, sem
dundu yfir er minnst vonum
varði. Kom því æði oft fyrir,
að við urðum að hýrast veður-
tepptir í kofunum, er úti fyrir
æddu glórulausar hríðar. Þegar
svo óveðrinu slotaði, þurftum
við að grafa okkur út úr kaf-
fenntum kofunum. Að voga sér
út fyrir dyr, meðan veðraham-
urinn ríkti í almætti sínu, var
sama og að óska sér tortíming-
ar, því að enginn mundi hafa
getað staðizt gegn ofsanum.
Þetta varð líka hlutskipti eins
hundsins okkar, sem skreið út
úr snjóbirgi sínu. Enda þótt
hann væri hlekkjaður við sver-
an staur, var hann hrifinnáloft,
og sást aldrei framar urmull af
honum.
Ekki var okkur hsldur mögu-
legt, þegar svona viðraði, að
komast hjálparlaust þá 200—
300 metra vegalengd, sem að-
skildi aðalveðurathuganastöð-
ina og kofa loftskeytamannsins.
Þess vegna strengdum við vír-
tóg milli þessara húsa, og bæri
nauðsyn til að ferðast þar á
milli, var skriðið á fjórum fót-
um og haldið dauðahaldi í
strenginn.
Um nýársleytið var farið að
ganga allmjög á forðabirgðim-
ar, svo að við neyddumst til að
taka upp matarskömmtun, sem
hélzt fram í marzmánuð, en þá
kom vistaskip. Þá var f agnaðar-
dagur. Við stóðum í hnapp á
ströndinni og horfðum á skipið
ryðja sér leið gegnum íshröngl-
ið, unz það varpaði akkerum,
spölkorn undan landi. Áhöfnin
réri til lands í hvalveiðibátnum,
og nú fengum við loks að sjá
ný andlit. Sjálfsagt höfum við
komið þeim ærið kynlega fyrir
sjónir, þessi hópur skeggjaðra
og lubbalegra kumpána í svell-
þykkum íshafsúlpurn.
Um vorið og sumarið 1942
fóru sumir okkar burtu í orlof.
Aðrir kusu heldur að vera um
kyrrt ,,heima“, og þar á rneðal
ég. Að taka þann kostinn var