Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
„Hefði faðir minnveriðamerísk-
ur og móðir mín brezk, en ekki
öfugt, hefði ég ef til vill komizt
hingað af sjáifsdáðum." Hann
fæddist fyrr tíman, hann flýtti
sér í herinn, svo á þing, hann
hefir alltaf barið djarflega að
dyrum örlaganna. Þegar hann
kom fyrst til Indlands, lá hon-
um svo mikið á að komast í
land, að hann tognaði í öðrum
axlarliðnum við að draga upp
landgöngustigann. Þetta var
alvarlegt áfallfyrirþátttakanda
í riddaraknattleik (polo), en
kappliði hans tókst samt sem
áður að vinna Indlands-meist-
aratignina. í Suður-Afríku var
hann tekinn höndum, en hann
hraðaði sér úr fangavistinni á
frægum flótta. Skuggalegan
októberdag árið 1914, þegar
Þjóðverjar virtust vera í þann
veginn að brjótast gegnum
varnarlínurnar í Belgíu og
hrekja Breta norður að Ermar-
sundi, hraðaði Churhill sér
til Antwerpen. Blaðamaður
nokkur lýsir svo komu hans:
Áður en bíllinn hafði alveg
stanzað, var hurðinni hrundið
upp, og út úr honum stökk slétt-
leitur, skolhærður, unglegur
maður í einkennisbúningi. Um
leið og hann æddi inn í troðfull-
an forsalinn, veifaði hann báð-
um höndunum eins og hann
ætlaði að ryðja sér braut gegn-
um mannþyrpinguna. Þetta var
mjög áhrifamikil koma, og
minnti mig langmest á reifara-
leikrit, þar sem kappinn kemur
þeysandi berhöfðaður á froðu-
fellandi hesti og bjargar stúlk-
unni sinni úr ræningjahöndum.
Hann hafði byrjað her-
mennskuferil sinn áður en hann
var orðinn tvítugur að aldri,
með því að ganga á herfræði-
námskeið í Harrow-mennta-
skóla, hann kunni hvort sem er
ekki nógu mikið í grísku til að
komast í Oxford-háskóla, og
fór þaðan beint í herforingja-
skólann í Sandhurst. Jafnskjótt
og hann hafði lokið námi þar,
fór hann í ævintýraleit til Kúba.
Því næst lagði hann, eins og
svo margir ungir undirf oringj ar,
af stað til Indlands, sem Kipling
var þá að gera svo rómantískt,
og Churchill fannstlíkaákaflega
rómantískt. Þetta var allt sam-
an eins og í sögu eftir Henty
eða kannske Richard Harding
Davis: heræf ingar, riddara-
knattleikur, herferðir við og
við, æðisgengin riddaraliðs-
áhlaup, björgun úr lífsháska á
síðustu stundu, brezki fáninn