Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
um dálítið í pokahorninu, sem
getur komið karlfauskinum á
óvart í þetta sinn, er ekki
satt?“ sagði Martin.
Eitthvað um 20 villimenn
komu niður í f jöruna, þegar við
lentum. Nagapate fór fyrir
þeim. Þótt einkennilegt megi
virðast, var hann nú fremur
kvikmyndaleikari en villimaður
í augum mínum, og hann skaut
rnér ekki framar skelk í bringu.
Við Martin f lýttum okkur að taka
í hönd hans. Villimannahöfðing-
inn virtist hissa, en þegar hann
sá að við vorum ekkert reið við
hann, varð hann mýkri á mann-
inn. Hann klappaði á brjóst sér
og benti á skúturnar. Mér skild-
ist, að hann langaði að koma um
borð, og ég bauð honum því,
ásamt tveim úr flokki hans, að
koma út í bátinn. Það var ein-
kennilegt, að hann skyldi vilja
fallast á það, því að með því
seldi hann sig algerlega á vald
okkar.
Þegar komið var um borð,
gaf ég þeim hart kex og lax að
éta. Þeir þáðu það, en létu sér
fátt um finnast, og var fram-
koma þeirra þannig, meðan þeir
voru á skipsfjöl. Þegar Naga-
pate fór í land, gáfum við hon-
um tóbak, baðmuliardúk, hnífa
og hatt, en hann lét sem hann
sæi ekki gjafirnar, þótt hann
tæki við þeim.
Kvöldið eftir hópuðust villi-
mennirnir niður að ströndinni,
til þess að horfa á varning okk-
ar, og þá sýndum við þeim kvik-
myndirnar, sem við höfðum
tekið í fyrri ferðinni. Þegar
Ijósrákin frá sýningarvélinni
birtist fyrst í myrkrinu, hörf-
uðu þeir muldrandi undan. Ég
fók í hönd Nagapates, settist á
jörðina gegnt tjaldinu og benti
honum að gera slíkt hið sama.
Hinir viilimennirnir fóru síðan
að dæmi okkar og mösuðu
ákaft. Þegar ásjóna Nagapates
birtist á tjaldinu, kvað við mik-
ið öskur. Villimennirnir hróp-
uðu í sífellu: „Nagapate —
Nagapate — Nagapate." Martin
gaf rnerki um að kveikt skyldi
á radiumblysunum, og ég sá að
hann brosti um leið og hann
tók mynd af hinum undrandi
og óttaslegnu svertingjum.
Hér um bil allir villimenn-
irnir, sem birtust á kvik-
myndatjaldinu, voru viðstaddir
sýninguna. Þegar einhver sást
í myndinni, hrópuðu áhorfend-
urnir nafn hans og skellihlógu.
Allt í einu dró úr ópunum, þeg-
ar maður, sem hafði verið