Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 119
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
117
Þannig fékk Paradísarvatnið
heiti sitt.
Við reistum tjöld okkar á
bergbrúninni. Allt í kringum
okkur öskruðu fílarnir og við
heyrðum brakið og brestina í
trjánum, þegar þeir brutu þau
til þess að ná til brumknapp-
anna í krónunum.
Um rnorgunverðartíma næsta
morgun var maðurinn minn
þegar farinn að ráðgera að
taka fullkomna kvikmynd af
lifnaðarháttum fílanna. „Hérna
er heimkynni þeirra,“ sagði
hann, ,,og þeir hafa leyft okkur
að koma hingað!“
Við dvöldum í þrjá mánuði
við Paradísarvatnið. Greiðfærar
fílagötur, augsýnilegar alda-
gamlar, lágu þvert og endilangt
um frumskóginn, eins regluleg-
ar og borgarstræti. Þegar við
rannsökuðum þær, komumst við
að raun um, að þær lágu til
vatnsins, til haglendisins, til
eyðimerkurinnar, til sléttunnar
og til vatnsbólanna, og við veitt-
um því einnig eftirtekt að um-
ferðin óx og minkaði eftir veð-
urfari. Þegar kalt var og rign-
ing, stefndu fílarnir til eyði-
merkurinnar eða sléttunnar, en
i hitatíð lögðu þeir leið sína til
skógarins og vatnsins.
Þegar við tókurn okkur upp
til að halda til Nairobi, vorum
við orðin nærri félaus og efni
til kvikmyndagerðar á þrotum,
og auk þess vorum við orðin
þreytt. En Martin stakk þá upp
á því, sem mér þótti að vísu
unaðslegt, en blöskraði þó:
Áform hans var, að við kæmum
aftur og værum að minnsta
kosti fjögur ár við Paradísar-
vatnið og hefðum meðferðis
næga peninga og útbúnað, þar á
meðal nýjustu gerðir kvik-
myndatökuvéla, svo að við gæt-
um tekið kvikmyndir af lífi
villidýranna, sem höfðust þarna
við.
EGAR við komum aftur til
Bandaríkjanna, fórum við
til borgarinnar Rochester, til
þess að hitta Georg Eastman,
forstjóra Kodakfélagsins í þeirri
von, að hann veitt okkur fjár-
hagslegan stuðning. Eftir fimm
mínútna viðtal, var okkur fylgt
kurteislega til dyra, enda höfð-
um við haldið klaufalega á mál-
unum. Þegar við vorum komin
upp í lestina, sem átti að fara
til New York, og góða stund
eftir að lagt var af stað, var ég
ákaflega niðurdregin og svar-
aði með einsatkvæðisorðum.