Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 95
FUNDINN FAÐIR
93
að ef ég hefði ekki vitað það að
hann var borinn og barnfæddur
í Suður-Ohio, myndi ég hafa
trúað honum sjálfur.
Væri gesturinn Skoti fór það
á svipaðan hátt. Þá var faðir
minn samstundis kominn með
hart kverk err. Á sama hátt
gat hann orðið Þjóðverji eða
Svíi. Hann gat orðið allt sem að-
komumaðurinn var. Ég held þeir
hafi allir vitað að hann var að
skrökva, en þeim virtist líka
jafnvel við hann fyrir það.
Þetta gat ég með engu móti skil-
ið þegar ég var lítill.
Og svo var það móðir mín.
Iivernig gat hún þolað þetta?
Mig langaði að spyrja en gerði
það aldrei. Hún var ekki af
þeim toga spunnin að maður
spyrði hana að slíkum hlutum.
Stundum var ég háttaður
uppi í herberginu mínu yfir
anddyrinu þegar faðir minn var
að segja sögurnar. Margar af
þessum sögum voru úr borgara-
styrjöldinni. Þegar hann sagði
frá henni var eins og hann hefði
verið í næstum hverri orustu.
Hann hafði þekkt Grant, Sher-
mann, Sheridan og ég veit ekki
hvað marga aðra af þessum
körlum. Hann hafði verið alveg
sérstaklega nákunnugur Grant
hershöfðingja, svo að þegar
Grant flutti sig austur á bóginn
til að taka að sér yfirstjórn
allra herjanna, tók hann föður
minn með sér.
„Ég var sendiboði við aðal-
stöðvarnar og Sam Grant sagði
við mig, „Irve,“ sagði hann, „ég
ætla að taka þig með mér.“
Það leit út fyrir að hann og
Grant hefðu verið vanir að
skreppa á afvikinn stað öðru
hvoru og fá sér í staupinu.
Þannig sagði faðir minn frá að
minnsta kosti. Hann sagði frá
því þegar Lee gafst upp og
hvernig Grant fannst hvergi
þegar sú mikla stund rann upp.
„Þið kannist við bók Grants,“
sagði faðirminn, „ævisögu hans.
Þið hafið lesið þar sem hann seg-
ir að hann hafi haft höfuðverk
og hvernig sá höfuðverkur
læknaðist allt í einu á dularfull-
an hátt þegar hann fékk skila-
boð um að Lee væri reiðubúinn
að hætta.“
,,Höh,“ sagði faðir minn,
„hann var inni í skógi með
mér.
Ég sat þar og hallaði mér
upp að tré. Ég var orðinn tölu-
vert þéttur. Ég hafði náð í
flösku með glettilega góðum
vökva.