Úrval - 01.10.1945, Side 95

Úrval - 01.10.1945, Side 95
FUNDINN FAÐIR 93 að ef ég hefði ekki vitað það að hann var borinn og barnfæddur í Suður-Ohio, myndi ég hafa trúað honum sjálfur. Væri gesturinn Skoti fór það á svipaðan hátt. Þá var faðir minn samstundis kominn með hart kverk err. Á sama hátt gat hann orðið Þjóðverji eða Svíi. Hann gat orðið allt sem að- komumaðurinn var. Ég held þeir hafi allir vitað að hann var að skrökva, en þeim virtist líka jafnvel við hann fyrir það. Þetta gat ég með engu móti skil- ið þegar ég var lítill. Og svo var það móðir mín. Iivernig gat hún þolað þetta? Mig langaði að spyrja en gerði það aldrei. Hún var ekki af þeim toga spunnin að maður spyrði hana að slíkum hlutum. Stundum var ég háttaður uppi í herberginu mínu yfir anddyrinu þegar faðir minn var að segja sögurnar. Margar af þessum sögum voru úr borgara- styrjöldinni. Þegar hann sagði frá henni var eins og hann hefði verið í næstum hverri orustu. Hann hafði þekkt Grant, Sher- mann, Sheridan og ég veit ekki hvað marga aðra af þessum körlum. Hann hafði verið alveg sérstaklega nákunnugur Grant hershöfðingja, svo að þegar Grant flutti sig austur á bóginn til að taka að sér yfirstjórn allra herjanna, tók hann föður minn með sér. „Ég var sendiboði við aðal- stöðvarnar og Sam Grant sagði við mig, „Irve,“ sagði hann, „ég ætla að taka þig með mér.“ Það leit út fyrir að hann og Grant hefðu verið vanir að skreppa á afvikinn stað öðru hvoru og fá sér í staupinu. Þannig sagði faðir minn frá að minnsta kosti. Hann sagði frá því þegar Lee gafst upp og hvernig Grant fannst hvergi þegar sú mikla stund rann upp. „Þið kannist við bók Grants,“ sagði faðirminn, „ævisögu hans. Þið hafið lesið þar sem hann seg- ir að hann hafi haft höfuðverk og hvernig sá höfuðverkur læknaðist allt í einu á dularfull- an hátt þegar hann fékk skila- boð um að Lee væri reiðubúinn að hætta.“ ,,Höh,“ sagði faðir minn, „hann var inni í skógi með mér. Ég sat þar og hallaði mér upp að tré. Ég var orðinn tölu- vert þéttur. Ég hafði náð í flösku með glettilega góðum vökva.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.