Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 41
WINSTON CHURCHILL
39
hið athyglisverða tilboð Breta.
Churchill var líka harðsnúinn
f jandmaður kommúnismans, og
1 bók sinni, Miklir samtíðar-
menn, áfelldist hann ekki mest
Vilhjálm keisara, heldur Trot-
sky. Samt skipaði hann sér
hiklaust við hlið Rússlands í
júní 1941, og hann hefir aldrei
brugðizt skuldbindingum við
það og aldrei leyft að því væri
sýndur jafnvel minnsti vottur
af þeim fjandskap, sem gagn-
sýrir margar blaðsíður í okkar
eigin þingtíðindum.
Fjandskapur hans í garð
spánskra lýðveldissinna og
þegjandi viðurkenning hans á
Francostjórninni eru sennilega
leiðinlegustu hliðarnar á íhalds-
semi hans. Okkur geta gramizt
sum ummæli hans um þessi mál,
en varla dæmt hann sekan um
alvarlegri villur, nema við séum
reiðubúin að sakfella utanríkis-
ráðuneyti okkar sjálfra. Það
er líka ýmislegt fleira, sem að-
dáendum hans gremst, t. d.
að hann skyldi með glöðu geði
þiggja heiðursmerki fyrir að
berjast með spönsku hersveit-
unum í byltingunni á Kúbu,
hvað hann var hrifinn af Al-
fons XIII., að hann hefði um
stund álit, aðdáun er of sterkt
orð, á Mussolini, stuðningur
hans við ítölsku konungsættina.
En allt þetta stafar af samfelld-
um og samkvæmum heimsveldis-
og stjórnmálaskoðunum hans.
Og hver getur nú, þegar lit-
ið er til baka yfir síðast liðin
sex ár, sagt með fullvissu, að
þessi stjómmálaheimspeki hafi
verið röng?
V.
Þrátt fyrir hina athafnasömu
ævi sína og opinberu þjónustu,
hefir Churchill haft tíma til að
gerast merkur rithöfundur.
Þótt hann kæmist aldrei í Ox-
ford, tókst honum einhvem
veginn að afla sér menntunar.
Þegar hann var undirforingi á
Indlandi, gleypti hann í sig hin
miklu ritverk Gibbons og Mac-
aulays, pældi gegnum Plato og
Aristoteles, las glefsur úr
Schopenhauer, kynntist Darw-
in og Malthus og varð vel heima
í „Algengum tilvitnunum“ Bart-
leys. Hann lærði að rita og tala,
skapaði sér stíl. í honum
er dálítið af Gibbon, dálítið af
Macaulay, einnig nokkur
áhrif frá Randolph Churchill
lávarði. En þegar allt kemur til
alls, er þetta hans eiginn stíll. Og
hvílíkur stíll í riti og ræðu!