Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 72
70
TJRVAL
sama og að taka sér á herðar
nýtt ok og undirbúning fyrir
annan vetur!
Nú var að koma fyrir aukn-
um birgðum, mat, fötum, slcot-
færum, eldsneyti o. s. frv. Á
þessu sumri breyttust hagir
okkar mjög til batnaðar. Við
reistum vindrafstöð til ljósa-
orku, svo að lampamir og kert-
in lögðust á hilluna, og þess ut-
an bættust okkar frumstæðu hí-
býlum ýmis önnur þægindi. Við
komum jafnvel á fót kvikfjár-
rækt — kindur, svín og hænsni
— í von um að geta búið að
nýrri fæðu af eigin bústofni. Til
allrar ólukku reyndist veðrátt-
an hænsnunum of hörð, og dráp-
ust þau fljótt, og féð hélzt ekki
í holdum á mosasnapinu, svo að
við sáum það ráð vænst að
slátra því. En svínin döfnuðu
ágætlega á herbúðaskvolinu, og
við höfðum grísasteik á jólun-
um!
Þetta sumar notuðu nokkrir
hinir harðgerðustu til sundiðk-
ana í litlu lóni við suðurodda
eynnar. Klettanef lá þar fyrir
mjmni smávíkur einnar og
hamlaði sjónum innflæðis, en í
lónið rann leysingarvatn úr
fjöllunum fyrir ofan og mynd-
aði þannig svalandi sundlaug
handa spartverjum okkar.
Um varptímann tíndum við
mörg hundruð svartbaks- og
álkueggja úr björgunmn. Með-
al okkar voru fáeinir klifur-
garpar, enda er ekki á hvers
manns færi að fóta sig í fjöll-
um þeim. Einu sinni lagði
flokkur manna til uppgöngu á
Beerenbergtind. Er það mikið
þrekvirki, yfir klungur og gjár
að fara, upp þverhníptar eggjar
og svellbungur. Síðasta spölinn
óðu þeir í skýjum!
Sumarið leið fyrr en varði,
en við höfðum notað það vel.
Símalínurnar höfðu verið end-
urbættar og gert við kofana,
sem sumir voru treystir með
trésperrum og pokum, fylltum
af hraungrýtismöl.
Öll þau ár sem við Norðmenn-
irnir dvöldum á Jan Mayen —
hinu svokallaða „veðravíti
norðurhjarans“ — bar sáralítið
á lasleika meðal okkar. Það er
ótrúlegt en satt, að við fengum
einna helzt kvef, þegar við fór-
um um borð í birgðarskipin á
sumrin!
Flestir „eyjaskeggja“ voru
hin mestu hraustmenni. T. d.
flökraði eftirlitsmanni símans
ekki við að ganga meðfram 40;