Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 100
Hættan & útbrotataugaveiki vofir yfir
þjóðum Evrópu.
Dauðabitið.
Grein úr Magazine Digest,
eftir J. D. Rotcliff.
OEDICULUS CORPORIS lít-
A ur meinleysislega út. Hún
er á stærð við títurprjónshaus,
flöt, gráleit og skítug. Hún hefir
boginn rana og sex fætur, sem
allir eru með gripklóm. Hún
vekur engan geig, ef menn
þekkja ekki venjur hennar. Þó
hefir ekkert valdið slíku mann-
falli sem hún. Þetta er fata-
lúsin, sem ber útbrotatauga-
veikina manna á milli.
Nú fer þessi morðingi frjáls
ferða sinna um Evrópu. Nazist-
arnir gáfu þessum ófögnuði
lausan tauminn, og það voru
ef til vill stærstu afglöp þeirra.
Þeir leyfðu taugaveikinni að
að brjótast út í pyndinagfanga-
búðunum í Dachau, Buchenwald
og Belsen. í þessum fangabúð-
um voru frá 200 til 1000 dauðs-
föll á dag, og miklum hluta
þeirra olli taugaveikin.
Sjúkdómi þessum var dreift
um Þýzkaland með heimskulega
framkvæmdum flutningi fanga
á milli fangabúðanna. Svo kann
að fara, að taugaveikin brjótist
út á vetri komanda æðisgengn-
ari en nokkru sinni fyrr.
Útbrotataugaveiki og tauga-
veiki, sem stafaraf sýktrimjólk
eða vatni, eru sitt hvað. Auð-
velt er að hafa hemil á síðar-
nefnda sjúkdóminum, en út-
brotataugaveikin, sem lúsin ber
manna á milli, er erfiðari viður-
eignar. Hans Zinssner, sem var
kennari við Harvard háskólann,
komst að þeirri niðurstöðu, að
þessi sjúkdómur hefði síðustu
500 árin orðið fleiri mönnum að
bana en nokkur annar. Útbrota-
taugaveikin, sem fer í kjölfar
hvers stríðs, getur legið niðri
tímum saman, en ræðst svo
heiftarlega á þær þjóðir, sem
verða fyrir barðinu á styrjöld-
um, hungursneyð, byltingu eða
kúgun.
Þessi sjúkdómur átti mikinn
þátt í óförum Napoleons í Rúss-
landi. Hann herjaði í liði