Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 16

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL, máli um, að kóngulær séu alls- staðar. Þetta er sanni nær en ætla mætti; í rauninni væri hvergi hægt að drepa niður fingri á landabréf án þess að fá eina eða fleiri kóngulær und- ir nöglina. í hæstu trjám, í mýr- um og fenjum, í mauraþúfum: allsstaðar þar sem vænta má skordýra, situr kónguló í leyni og bíður eftir bráð. Langfættir hlauparar eru á veiðum á tún- um og engjum, gildvaxnar, hæg- fara kóngulær sitja og bíða í haglega gerðum vefjum sínum, dag og nótt eni kóngulær á veið- um, soltnir herskarar, sem nota allar hugsanlegar aðferðir til að seðja hungur sitt. Það eru til ótrúlega margar tegundir kóngulóa, og hver hefur sína sérstöku veiðiað- ferð. Veiðikóngulærnar eða móakóngulærnar eru flestar, en fáséðastar af því að þær spinna ekki vefi, heldur elta uppi bráðina. Meðal þeirra eru mörg merkileg afbrigði, t. d. Scytodes, sem er blettótt, gildvaxin og letileg kónguló, og ekki líkleg til mikils veiðiskapar. En hún hefur sína sérstöku aðferð við veiðarnar: þegar hún kemst í námunda við skordýr (í 2—3 sm fjarlægð), tekur hún snöggan kipp, sem að vísu flytur hana ekki úr stað, en hefur örlagarík áhrif á bráð- ina. Á broti úr sekúndu hefur hún spýtt yfir hana límkennd- um, þráðlaga vökvataumum, sem líma hana fasta við jörð- ina; því næst sezt hún makinda- lega að snæðingi. En kóngulær eru í hugum flestra óaðskiljanlegar hinum glitrandi vef jum, sem allsstaðar má sjá úti í náttúrunni, og í vefnaði er uppfinningasemi spunakóngulónna vissulega tak- markalaus. Hinir einföldu, ryk- gráu þríhyrningavefir, sem sjá má í öllum hornum á útihúsum og verkfæraskúrum, eru ekki fallegir, en þeir gera sitt gagn. Nokkur afbrigði af ættinni The- ridion vefa sér einfalda vefi, sem ekki virðast gerðir eftir neinum reglum, en eru aðeins strengdir þræðir festir við jörðu. En niður við jörðina eru þeir alsettir litl- um, límkenndum dropum. Ef lít- il bjalla rekst á svona þráð á götu sinni — sem oft kemur fyr- ir — festist hún. Hún spriklar og flækist þá enn meira í þræð- inum og loks slitnar þráðurinn frá jörðu við átökin. Bjallan tekst á loft, því að þráðurinn var strítt strengdur, og þeg- ar hún hefur spriklað sig þreytta, dregur Theridion hana til sín, flækir hana enn meira í þræðinum og drepur hana loks. Fallegastur allra kóngulóar- vefa er sá kringlótti, sem allir þekkja, skáldin hafa sungið lof og allir skóladrengir krota á bækur sínar áður en þeir geta teiknað nokkuð annað. Þessir vefir eru sannkallað verkfræði- legt undur. Við þurfum ekki annað en setja okkur í spor kóngulóarinnar til að skilja það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.