Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 19

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 19
ÞJÓÐTRtJ OG STAÐREYNDIR UM KÓNGULÓNA 17 Keilumyndaður vefurinn er op- inn að neðan en ógagnsær. Þó má greina að eitthvað er inni í honum og fikti maður við einn langa þráðinn, sem heldur keil- unni í skorðum, getur maður, ef heppnin er með, lokkað einn eða tvo örlitla kóngulóarunga út fyrir, en þeir skríða fljótt inn aftur, þegar þeir sjá að ekkert gott bíður þeirra úti. Móðirin er ekki fjarri, ef við bíðum þolinmóð, munum við fá að sjá hana gefa ungum sínurn. Hún kemur sér fyrir undir keilunni, með höfuðið niður, ungarnir flykkjast út, þyrpast um höf- uðið á henni og troðast eins og hvolpar til þess að fá hlutdeild í þeim vökvadropum, sem drjúpa úr munni móðurinnar. Þannig elur hún þá fyrstu fjóra—fimm dagana, en eftir það kemur hún með veiðibráð sína í hreiðrið og fjölskyldan borðar hana í sam- einingu. Þetta nána f jölskyldulíf varir í nokkrar vikur, þangað til ungarnir eru sjálfbjarga. Að lokum skulum við athuga örlítið ástalíf kóngulónna. Kven- kóngulærnar hafa slæmt orð á sér, sagt er að þær éti alltaf maka sinn eftir að eðlun hefur farið fram. Það er ekki alveg rétt. Nokkrar tegundir lifa eins- konar hjónabandslífi að því leyti, að karlkóngulóin deilir vef með kvenkóngulónni um skeið eftir fyrsta samfund þeirra; að jafnaði heldur hann sig þó út við brún vef jarins og varast að koma of nærri kvenkóngulónni. Merki maður nokkra karla á litlu svæði, sér maður að þeir eru fjöllyndir, því að þeir eru í einum vef í dag og öðrum á morgun. Astarleikurinn sjálfur er næsta undarlegur og minnir mann einna helzt á það sem á máli vísindanna er kallað sæðing eða gervifrjóvgun, nema að því leyti, að karlinn sjálfur vinnur verk læknisins. Þegar karlinn finnur, að eðlunartíminn nálg- ast, spinnur hann sér lítinn vef, 2—3 mm Iangan, danglar sér utan í hann og gefur frá sér einn dropa af sæði. Þennan dropa sýgur hann upp í „hend- ur“ sínar — einskonar gildvaxna þreifianga — og fer síðan að leita sér að maka. Nú verðum við að gera okkur í hugarlund hinn undarlega heim, sem hann leggur út í — óskaplegt landflæmi með trjám sem eru hærri en nokkurt tré sem við þekkjum; milljónir rán- dýra liggja í leyni og eru sum þeirra helmingi stærri en fílar; þarna eru frumskógar og slétt- ur, fjöll og dalir, vötn og ár, allt gjörólíkt því, sem við höf- um nokkurntíma séð. Raunar sér karlinn líklega ekki mikið af þessum heimi, sjónin er ekki góð, og auk þess getum við.naum- ast ímyndað okkur hvernig heim urinn lítur út, séður með fjór- um, átta eða sextán augum. Ein- hversstaðar á þessu mikla flæmi er kvenkónguló af sömu tegund og hann. Það er undir hælinn lagt hvort hann finnur hana,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.