Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 113

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 113
EKKJULEIKUR 111 þeim. Og það er reyndar á þennan eina fátæklega hátt sem þeir geta haldið áfram tilveru sinni, þar til þeir verða alveg þurrkaðir út í hægri hringrás náttúrunnar. En ef þeir verða þess varir að mennirnir ætla að láta þá deyja til fulls, einnig í minningu þeirra — er þá nokk- uð undarlegt þó að þeir verði hrelldir eða ráðvilltir eða ör- vilnaðir, svo að við beri á ein- mana næturstundum að hinar síðustu rotnandi leifar af því sem þeir einu sinni voru rótist upp úr gröfinni, enda þótt þeir séu ekki annað en holdlausir skuggar, nálgist þá sem íifandi eru og leggi fyrir þá hina þöglu spurningu: ,,Hafið þið þá alveg gleymt mér? Horfið á mig — svona aumur og eymdarlegur hef ég aldrei verið fyrr. Verið miskunnsamir og látið mér eftir svolitla ögn af lífi í minningu ykkar svo að ég geti sofið ró- lega.“ Eða ef skelfing þeirra breytist í ögrun og hatur, er þá ekki eðlilegt að þeir veki þá sem lifa og fylli þá ótta og hryll- ingi svo að þeir muni eftir þeim? Þannig voru þær hugsanir sem sóttu á Georg meðan sjálfs- ásökuninn kvaldi hann. Honum þótti hann vera eins og maður sem hefði lengi vanrækt hóg- værar niðurgreiðslur á gamalli skuld, og sér nú allt í einu að hún hefur á meðan hrúgast upp með vöxtum og vaxta vöxtum í byrði sem ætlar að sliga hann. Að sjálfsögðu reyndi hann, ef glaðnaði til í huga hans, að sigrast á þessu þunglyndi, sem hafði borið bráðar að en hann gat skilið. Honum fannst hann gera Mörtu órétt að láta hina dánu fá svo mikið rúm í huga sér. Honum gramdist það og hann reyndi á allan hátt að bæta fyrir það svo að hún tæki ekki eftir neinu. Og það var einmitt þetta sem kvaldi hana mest. Hann lék hlutverk fyrirmynd- areiginmanns af slíkri heilagri skyldurækni að hún komst ekki hjá að veita athygli slæmri sam- vizku hans. Eftir á hafði hann síðan slæma samvizku gagnvart hinni dánu. Það er þetta sem sálfræðingar kalla vítahring- inn.“ Presturinn þagnaði og horfði um stund þegjandi framfyrir sig. Án efa var hann að hug- leiða það, að ekkert víti gæti jafnast á við það sem verður til í bezta tilgangi af ást, sem er ekki nógu heit, þó að hún sé bæði göfug og fórnfús. Síðan sneri hann sér aftur að hinum unga áheyranda sínum: „Já,“ sagði hann, „svo er eig- inlega ekki frá meiru að segja umfram það, sem þér þegar vit- ið: Þegar Marta sá, að Georg gat ekki verið án Lilju deyddi hún hann svo að hann gæti sam- einazt þeirri sem hann þráði. Hún hlýtur að hafa elskað hann óumræðilega heitt. Sjálf var hún ekki hrædd við að deyja; þegar hún skrifaði náðunarbeiðnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.