Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 41

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 41
SPRENGJAN SEM KVEIKTI 1 HITLER 39 Þeir voru stöðvaðir bæði við innstu og yztu öryggisgirðing- una, því að viðvörun hafði ver- ið send til allra varðstöðva. En i bæði skiptin tókst von Stauff- enberg að sleppa með því að segja, að hann væri með mikil- væg skilaboð frá Foringjanum, -og þyrfti að fljúga með þau til Berlínar strax. Þeir komu á Rangsdorf flugvöllinn klukkan 15.15, sannfærðir um og stolt- ir af að hafa leyst af hendi hlutverk sitt. En það var fjarri því að svo væri. 1 fyrsta lagi hafði Hitler á undursamlegan hátt sloppið lifandi, og í öðru lagi hafði Fellgiebel hershöfðingi gersam- lega brugðizt hlutverki sínu. Hvort hann missti kjarkinn þegar hann sá úr glugga sínum hóp særðra manna með Hitler í broddi fylkingar koma út úr gestaskálanum, eða hvort hon- um hafa, í æsingu, orðið á ein- hver tæknileg rnistök, verður ■aldrei upplýst, því að hann var tekinn af lífi skömmu seinna fyrir drottinssvik; en hitt er staðreynd, að engin símaboð bárust frá Wolfschanze til Bendlerstrasse í Berlín og að samband aðalbækistöðvanna við umheiminn var aldrei rofið. Ef ráðstefnan hefði verið haldin í neðanjarðarbyrginu eins og venjulega, mundi eng- inn viðstaddur hafa lifað af sprenginguna; en samsærið hefði þó vel getað heppnast, þrátt fyrir það að Hitler komst lífs af, ef tekizt hefði að koma í veg fyrir að Hitler, Keitel, Himmler og aðrir næðu sam- bandi við Berlín. Mistök Fell- giebels voru því jafnörlagarík fyrir samsærið og undankoma Hitlers. Um sama leyti og flugvél von Stauffenbergs lenti stóð Foringinn, klæddur skósíðum frakka þrátt fyrir sumarhit- ann, á brautarpallinum í Gör- litz til að taka á móti Musso- lini. Hann var fölur og tauga- óstyrkur, hægri handleggur í fatla og hárið snöggklippt eft- ir brunann. En hann heilsaði il Duce hjartanlega og brosið var ekki stirðara en venjulega. Á þeim tíu árum, sem þessir einræðisherrar höfðu þekkzt höfðu þeir aldrei hitzt við jafn- undarlegar kringumstæður og þessar. Möndullinn, sem þeir höfðu smíðað milli ríkja sinni, var brostinn. Mussolini, sem hafði verið tekinn höndum, en bjargað aftur úr klóm óvin- anna, var nú tæpast meira en Gauleiter (héraðsstjóri) á Langbarðalandi. Tekið andlit hans og snoðaður kollurinn báru lítinn svip hins glæsta höf- uðs einræðisherrans á velmegt- arárunum. Hitler var minna breyttur, enda hafði hann alla tíð skort ytri glæsimennsku; en eitt hafði hann varðveitt, sem Mussolini hafði ef til vill aldrei átt — mátt til að drottna yfir mönnum og atburðum, jafnvel á stund ósigursins. Og nú hitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.