Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 63

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 63
MALTA — VIRKIÐ 1 MIÐJARÐARHAFI 61 undir sig árið 1090. Hann kaus henni rauða og hvíta litinn að þjóðartákni, og þeir litir eru enn í fána hennar, og hann reisti einnig margar kirkjur og kast- ala, sem ferðamenn dást að enn 1 dag. Árið 1120 var sonur Rogers krýndur sem Roger I. konungur Sikileyjar og Möltu, og báðar eyjarnar komu síðar sem erfðagóss í eign Spánverja. Unz Karl V. gaf Jóhannesarreglunni hana árið 1530. Jóhannesarridd- ararnir voru upphaflega félags- skapur, sem stofnaður var í Jerúsalem á tímum krossferð- anna. Nú voru þeir kallaðir Mölturiddarar, og urðu íb'úum eyjarinnar til blessunar. Hún hafði verið blómleg á tímum Rómverja, en síðan höfðu sigur- vegararnir farið þar með ráni og gripdeildum, og fólkinu hafði fækkað mjög vegna drepsótta. En með komu Mölturiddar- anna hófst nýtt tímabil. Möltu- riddararnir, sem nutu styrks auðugra manna í Norður- álfu, bættu ekki einungis lífs- kjör fólksins, þcir reistu einnig virki, sjúkrahús og skóla. í»egar þeir misstu Trípolis í hendur arabísku sjóræningj- anna, gerðu þeir Möltu að aðal- bækistöð sinni. Þeir slógu sína eigin mynt og reistu hin ramm- gerðu vígi St. Angelo og St. Elm. Þegar La Valette, sem höfuð- borgin er kennd við, varð stór- meistari reglunnar árið 1557, voru Tyrkir að undirbúa árás á eyna. Öllum var kunnugt um það, það var aðeins óvissa um hvenær árásin yrði gerð, og all- ur hinn kristni heimur beið í ofvæni. Að morgni hins 18. maí árið 1565 var skotið af fallbyssun- um í St. Elm og St. Angelo- virkjunum, og var það merki um að tyrkneski flotinn væri að nálgast eyna. í þessum flota voru 130 herskip og 50 birgða- skip og innrásarliðið 40 þús- und manns, en eyjarskeggjar höfðu ekki nema 8000 manns undir vopnum. Foringi Tyrkja, Mustafa pasja, beindi aðalárásinni að virkinu St. Elm, sem varði inn- siglinguna. En virkið stóðst áhlaupið og Tyrkir neyddust til að hefja umsát. Eftir rúm- an mánuð varð St. Elm að gef- ast upp, en þá voru 1300 af verjendunum fallnir. En sigur- inn kostaði árásarliðið 8000 manns. Þegar St. Elm var fall- ið, varð Mustafa pasja að orði: „Úr því að dóttirin varð svona dýr, hvað ætli móðirin muni þá kosta?“ Umsátin hélst frá 18. maí og til ágústloka. I byrjun septemb- er virtist svo sem baráttuþrek verjendanna væri á þrotum. En á síðustu stundu barst þeim liðsauki. Floti frá Sikiley stefndi til Möltu, og þegar Tyrkir komu auga á hann létu þeir undan síga. Þá átti Must- afa pasja ekki eftir nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.