Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 92

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 92
EKKJULEIKUR SAGA eftir Joachim Stenzelius. TTLUTI SÁ af Suður-Svíþjóð, sem fyrir nokkrum öldum var enn danskur, er óvenjulega auðugur af gömlum höllum og aðalssetrum. I garðinum við eina slíka höll var eitt síðsumarkvöld í byrjun þessarar aldar hópur af ungu fólki í ekkjuleik. Hláturinn og háreysti frá stóru opnu gras- flötinni barst gegnum rökkrið inn í laufskála, þar sem tveir menn, sem ekki tóku þátt í leikn- um, annar gamall og hinn ung- ur, sátu og drukku púns í skin- inu frá olíulampa með hvítum kúppli, sem fyrstu næturfiðrild- in flögruðu mjúklega umhverfis. Ungi maðurinn var af þeirri gerð, sem ítalskir gamanleikir eru vanir að kynna okkur undir nafninu Leander: ungur maður sem er svo frá sér numinn af því að vera ungur maður, að í persónuleika hans er ekki rúm fyrir neitt annað. Fortíð hans, menntun, öll þau smáeinkenni sem venjulega benda á persónu- leikann, hafa verið skilin frá eins og þau væru óviðkomandi eiginlegu eðli hans, og öll orð h.ans og allar hreyfingar í leikn- um segja okkur ekkert annað en það sem við þegar vissum af nafni hans í leikskránni, að þetta var ungi maðurinn. Borðnautur hans var eins mik- il andstæða við hann og hugs- azt gat, því að hann var gamall prestur. Prestar, sem eru á blómaskeiði embættis síns og al- menningur hefur góðar gætur á þegar þeir koma á mannfundi, eiga það til að vera miklir fyrir sér, órólegir, athafnasamir; en gamall prestur, sem hefur grann- skoðað allan mannlegan breysk- leika og getur nú í ró og næði hugsað um það yfir púnsglasi og tóbakspípu, hann er eiginlega ekki annað en mild, niðurbæld rödd, og þegar hún talar við æskuna, talar hún kannski eink- um við sjálfa sig. Ungi maðurinn var daufur í dálkinn og hálf ólundarlegur. Hann sat þarna af því að hann hafði tognað í fæti og nú gat hann ekki hugsað um annað en að hann hefði gjarnan viljað vera með í leiknum. Ekki — það sagði hann við prestinn — til þess að ná í neina sérstaka, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.