Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélögin skoða að fylgja lýðheilsuvísunum eftir Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) „Það er eftirtektarvert að 26% íbúa á höfuðborgarsvæðinu telja að andleg heilsa þeirra sé sæmileg eða léleg. Notkun þunglyndis- lyfja styður þetta. 16% kvenna nota slík lyf en tæp 10% karla. Þarna er greinilega verk að vinna. Íþrótta- og ungmennafélögin geta komið sterk að þessum málum með auknu framboði á hreyf- ingu sem sýnt hefur að er mikilvæg fyrir andlega líðan. Við höfum ekki tekið þetta beint fyrir hjá okkur en munum gera það fljótlega.“ Aðildarfélög UMSK eru m.a. Afturelding í Mosfellsbæ, Breiðablik og HK í Kópavogi, Stjarnan og golfklúbburinn Oddur í Garðabæ, Íþróttafélagið Gerpla og 44 á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar. Félagsmenn eru rétt rúmlega 75.000 og eru iðkendur þar af 31.510 í 32 íþróttagreinum. Einar Haraldsson formaður og framkvæmdastjóri Kefla- víkur, ungmenna- og íþróttafélags Einar situr í nefnd á vegum Reykjanes- bæjar sem skoðar lýðheilsuvísana í tengslum við heilsueflandi samfélag. Hann segir öfgarnar, sem koma fram í lýðheilsuvísunum, umhugsunarverða. „Suðurnesin eru með hæstu tíðni krabbameina. Það vekur spurningar um hvað valdi þeim. Á sama tíma mæl- ist hamingjan mikil,“ segir hann. Einar myndi vilja sjá upplýsingar fyrir Keflavík en ekki Suðurnesin í heild. Nýjustu upplýsingarnar úr lýðheilsu- vísunum hafa ekki verið ræddar sér- staklega. Félagsmenn Keflavíkur eru 9.263 og iðkendur á milli 1.800 og 2.000. Guðmundur L. Gunnarsson framkvæmdastjóri Umf. Fjölnis „Niðurstaðan er ágæt en auðvitað eru þarna mál sem þarf stöðugt að vinna með. Hreyfing er almennt góð og fólk hugsar í auknum mæli um þessa þætti. En fræðsla um mikilvægi svefns mætti vera meiri. Við höfum mikinn áhuga á að gera könnun á lýðheilsu innan svæðis okkar og efla fræðslu með jákvæðum hætti.“ Félagsmenn Fjölnis eru 16.900 og iðkendur 3.372. Embætti landlæknis kynnti lýðheilsu- vísa í júní sl. Þetta er annað árið í röð sem embættið birtir slíkar upplýsingar um heilsu og líðan landsmanna í öllum heil- brigðisumdæmum landsins. Verkefninu verð- ur haldið áfram og starfsmenn embættisins fylgjast náið með heilsu landsmanna. Stefnt er að því að gera öllum kleift að fylgjast með stöðu og þróun lýðheilsu á netinu í framtíð- inni. Markmiðið með lýðheilsuvísunum er að veita yfirsýn yfir heilsu íbúa í hverju umdæmi til samanburðar við stöðuna hjá öllum lands- mönnum og að auðvelda forsvarsmönnum sveitarfélaga og heil- brigðisþjónustu að greina stöðuna í hverju umdæmi, finna styrk- leika og veikleika og skilja þarfir íbúanna svo að þessir aðilar geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan þeirra. Forsvarsmenn sambandsaðila UMFÍ fylgjast margir grannt með þróun mála enda er þeim málið hugleikið. En hvað segja þeir? Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). „Það er fátt sem kemur á óvart. En tvennt vakti athygli mína: Sá mikli fjöldi sem hefur prófað kannabisefni og notkun kvenna á þunglyndislyfjum á Norðurlandi í samanburði við allt landið. Ég hefði viljað sjá meira um hreyfingu í lýðheilsuvísunum. UMSE hefur ekki unnið út frá lýðheilsuvísunum. Það er líklegra að sveitarfélögin nýti sér þá. Ef eitthvað á að gera þarf að bera einstaka liði saman við eldri upplýsingar og meta breytingarnar. Ef eitthvað er á leið til verri vegar þarf að grípa inn í.“ Aðildarfélög UMSE eru þrettán í Eyjafjarðarsveit, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit og í Svalbarðsstrandarhreppi. Félagsmenn eru tæp- lega 2.400. Iðkendur eru 1.200, þar af 637 sautján ára og yngri. Eva Sól Pétursdóttir framkvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ). „Það er margt gott í niðurstöðum lýðheilsuvísanna á Norðurlandi. Mér finnst mjög jákvætt að gosdrykkjaneysla og reykingar full- orðinna skuli vera undir landsmeðaltali. En um leið er hreint ekki gott að hamingja fullorðinna og líkamsmynd stúlkna í 8.–10. bekk skuli vera undir landsmeðaltali og líka þunglyndislyfjanotkun. Það er mjög eftirtektarvert. Mér sýnast upplýsingar í fljótu bragði jákvæðar varðandi heilsu fólks á Norðurlandi. En margt má bæta. Það sama má segja um lifnaðarhætti. Hefur verið ákveðið að grípa til aðgerða? „Það hefur ekki verið ákveðið að grípa til aðgerða hjá okkur en ég held samt að alveg sé þess virði að ræða það því að alltaf er hægt að gera betur og oft er hægt að gera það á mjög einfaldan hátt.“ HSÞ er héraðssamband 22 virkra ungmenna- og íþróttafélaga í Þingeyjarsýslum. Félagsmenn HSÞ eru 3.257 og iðkendur 1.668.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.