Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Segja bara já og amen og ekkert væl Handboltakapparnir Einar Sverris- son og Teitur Örn Einarsson frá Sel- fossi, Aron Dagur Pálsson frá Stjörn- unni og Daníel Ingason og Grétar Ari Guðjónsson frá Haukum fóru í skemmtilega ævintýraferð til Japans í vor í boði Japanska handknatt- leikssambandsins. Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, hafði samband við vin sinn úr boltanum, Ólaf Stefánsson, og bað hann að finna hávaxna leikmenn sem væru til í að koma og æfa með japanska landsliðinu. Á þessum tíma voru margir leikmenn enn að spila í úrslitakeppn- inni og því ekki allir lausir. Ólafur fann því fimm leikmenn sem voru búnir að spila og til- búnir að fara. Ferðin tók tvær vikur í lok apríl og byrjun maí. Ferðin var liður í undirbúningi japanska liðsins fyrir Ólympíuleikana 2020. Dagur fékk til sín hávaxna leikmenn og þá aðallega skyttur til að skjóta á Japanina. Skrítið að sjá öðruvísi bolta Einar segir að japanski boltinn sé öðruvísi en við eigum að venjast. Þeir skjóti ekki mikið heldur spili sig í gegn. Dagur var því að venja japönsku leikmennina við hávaxnar evrópsk- ar skyttur. „Við flugum frá Keflavík til Kaupmanna- hafnar og þaðan til Tókýó. Flugið frá Kaup- mannahöfn til Tókýó var 11–12 tímar þannig að ferðalagið tók alveg sólarhring með bið- um. Svo er 9 tíma munur á klukkunni þannig að maður var lengi að venjast tímamismun- inum,“ segir Einar. Þeir félagar bjuggu á hóteli í Tókýó í ein- hvers konar Ólympíumiðstöð þar sem allir stóru íþróttaaðilarnir vinna að undirbúningi fyrir leikana. Þar er skrifstofuaðstaða og topp- aðstaða fyrir allar íþróttir. - Hvernig var fyrir þig sem íslenskan leikmann að æfa og spila handbolta þarna úti? „Þetta var óneitanlega svolítið öðruvísi en maður hefur átt að venjast. Reyndar var mað- ur ekki að sanna sig fyrir neinum heldur var bara að skjóta sem mest á markið. Það var mjög gaman að þessu. Þetta var samt mjög erfitt. Það var skrítið að sjá öðruvísi handbolta. Maður hélt að handbolti væri bara eins alls staðar. Þeir skjóta ekki neitt fyrir utan. Í 95% tilfella spila þeir sig í gegn. Ef það virkar ekki kemur bara einhver sirkus. Þá hlaupa þeir endalaust, hlaupa bara villt og galið og gjör- samlega sprengja mann.“ Dagur eins og kóngur í Japan Íslensku strákarnir æfðu yfirleitt tvisvar á dag. Um níuleytið voru lyftingar eða einhver styrktaræfing sem stóð fram undir hádegi. Síðan var handboltaæfing seinni hluta dags, um fjögur leytið. Oftast voru þetta þriggja tíma æfingar. Stundum var farið í sund í liðkunaræfingar. „Japönsku leikmennirnir sögðu að Dagur væri geðveikur en gerðu samt allt sem hann sagði. Dagur er þvílíkt vel metinn hjá þeim. Hann er eins og kóngur þarna. Þeir gera bara það sem hann segir, segja bara já og amen og ekkert væl. Þó menn væru þreyttir var eng- inn neitt að kveinka sér, það var bara sett á fulla ferð. Þetta var hörkupúl og við fengum meira en við höfum fengið að venjast hérna heima. Þetta var erfitt og tók mikið á,“ segir Einar. - Hvernig kom Tókýó ykkur fyrir sjónir? „Þetta er risaborg og algjörlega eins og svart og hvítt miðað við það sem maður á að venj- ast. Ég hef oft farið til Evrópu en þetta er allt öðruvísi. Við skoðuðum mikið menninguna þarna, m.a. japönsk hof og musteri sem var mjög áhugavert. Svo var þarna turn sem heitir Sky Tree en hann er 634 metrar á hæð og gnæfir yfir borgina. Við fórum upp í hann um það bil hálfan en sáum ekki enda á milli í borginni.“ Japan ekki fyrir freka Íslendinga „Maður tók eftir því hve kurteist fólkið er í Japan. Það voru engin læti heldur fann mað- ur ró yfir öllu. Þetta var eins og þjóðfélagið væri heilaþvegið. Annars myndi það ekkert virka. Ég veit ekki hvernig það yrði ef allir freku Íslendingarnir væru þarna saman komn- ir. Þegar við fórum í strætó eða tókum lest lentum við nokkrum sinnum í því að það þurfti tvær-þrjár tilraunir til að loka hurðun- um. Þá komu bara fjórir á ferðinni og ýttu öllum inn. Svo var bara lokað og allir þögðu. Það var mikið horft á okkur. Við vorum algjörar furðuverur í þeirra augum. Það voru líka teknar myndir af okkur af því að við vor- um stórir og ljóshærðir.“ - Eitthvað skemmtilegt úr ferðinni? „Þetta var á heildina litið mjög skemmtileg ferð og margt áhugavert sem maður sá. Við fórum út að borða, sátum á gólfinu og feng- um m.a. alls konar hráan fisk, sushi, túnfisk og smokkfisk. Japanir borða allt í smáum skömmtum. Það var áhugavert að fylgjast með Teiti liðsfélaga mínum snæða þetta. Hann er matvandur mjög en lét sig hafa það að eta alls konar hráan viðbjóð. Mér fannst krabbaheilinn ekki góður en ég hafði gaman af því að horfa á hann. Við átum m.a. einn lif- andi fisk, plokkuðum innan úr honum meðan hann var enn spriklandi. Þetta var mjög skemmtilegt og maður gerir þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Einar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.