Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Björn Ingimarsson er bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður unglingalands- mótsnefndar á Egilsstöðum. Hann hefur keppt á Lands- móti UMFÍ og segir forvarna- gildi mótanna vera mikið. Hvernig leggst mótið í ykkur? „Mótið leggst mjög vel í okkur og við bíðum þess með eftirvæntingu að fá hingað góða gesti og eiga þess kost að eiga með þeim gefandi daga.“ Þið á Austurlandi eruð engir nýgræðingar þegar kemur að mótshaldi. Hver er galdurinn við að halda gott mót? „Galdurinn við að halda gott mót er að fyrir því sé raunverulegur áhugi meðal heima- manna. Á því hefur ekki verið vöntun hér og að undirbúningnum koma fulltrúar ung- mennafélaganna á Austurlandi auk starfs- manna sveitarfélagsins. Fyrir liggur einnig að fjöldi sjálfboðaliða mun koma til starfa á meðan á mótinu stendur og er ánægjulegt að finna hve viljinn til þess er mikill.“ Hverjar eru helstu áskoranir? „Áskoranirnar eru ýmsar en mestu máli skiptir að standa þannig að málum að kepp- endum, áhorfendum og íbúum líði öllum vel á meðan á móti stendur. Til að tryggja að ekkert komi mótshöldurum að óvörum hef- ur hópur heimamanna hist vikulega síðan snemma í vor auk þess að landsmótsnefnd hefur fundað með reglubundnum hætti. Þetta munum við gera fram að mótsdegi og væntum þess að sú vinna skili árangri.“ Hafið þið fengið ráð hjá öðrum sem hafa haldið mót á vegum UMFÍ? „Við höfum innan vébanda okkar einstakl- inga sem hafa komið að skipulagi svona móta áður og eru í slíku mikil verðmæti en einnig höfum við leitað ráða hjá þeim sem staðið hafa að mótum undanfarin ár auk þess að starfsmenn UMFÍ og þá sérstaklega Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, hafa verið okkur miklar hjálparhellur.“ Hefurðu sjálfur keppt á mótum UMFÍ eða einhver í fjölskyldunni? „Já, ég átti því láni að fagna að keppa á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi fyrir USVS (4x100 m, 800 m) á sínum tíma.“ Hvernig fannst þér að keppa? „Það var bæði skemmtilegt og gefandi og hefur m.a. orðið til þess að ég hef ávallt verið og verð alltaf talsmaður móta eins og Ungl- ingalandsmóts UMFÍ. Stundum heyrir maður að kostnaður við þessi mót sé mikill og því sé ástæða til að endurskoða bæði aðkomu ríkis og sveitarfélaga að þeim. Ég vil vara við slíkum hugleiðingum því að forvarnagildi þessara móta er þvílíkt að það réttlætir full- komlega áframhaldandi aðkomu opinberra aðila að verkefninu. Fljótsdalshérað hefur nálgast verkefnið með þetta að leiðarljósi og von mín er að slíkt muni einnig einkenna aðkomu ríkisins í framtíðinni þó að ýmis teikn séu á lofti um að þar á bæ séu hug- myndir aðrar.“ Ég hef alltaf verið talsmaður Unglinga- landsmóts UMFÍ Óskum keppendum á Unglingalandsmóti UMFÍ góðs gengis: Launafl, Hraun 3, 730 Reyðarfirði Vaskur ehf., Miðási 7, 700 Egilsstöðum Rafey ehf. Miðási 11, 700 Egilsstöðum Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23, 700 Egilsstöðum SeyðisfjörðurVopnafjörður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.