Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennaráð Árborgar er öðrum fyrirmynd U ngmennaráð Árborgar hefur vaxið mikið síðastliðin fimm ár. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi Árborgar, segir mikilvægt að nefndarmenn fái krefjandi verkefni og viti að á þá sé hlustað. Hvernig á að virkja ungt fólk? Svarið við því veit Gunnar Eysteinn. Hann tók við starfi tómstunda- og forvarnafulltrúa Árborgar árið 2012. Um helmingur starfsins átti að vera fyrir ungmennaráð Árborgar. En þegar Gunnar kom til starfa var starfsemi ráðsins lítil. „Ungmennaráðið fundaði einu sinni í mán- uði, skipulagði einn opinn fund á ári og svo var setið á einum bæjarstjórnarfundi. Damp- urinn datt úr starfinu á milli funda og því var krafturinn ekki mikill. Það þurfti að ýta við þeim sem sátu í ráðinu og fá þau til að funda,“ segir Gunnar og bætir við að gripið var til nokkurra gagnlegra ráða til að tendra neista nefndarmanna og viðhalda honum. Fyrsta ráðið var að fjölga fundum. Eftir það fór bolt- inn að rúlla. „Við ákváðum að hittast tvisvar í mánuði og skipuleggja eitt stórt verkefni á ári. Um leið og fundunum fjölgaði og verkefnið komst á dagskrá fór boltinn að rúlla. Nú er þetta orðin heilmikil vinna enda ungmenna- ráðið orðið mjög sjálfstætt og farið að sækj- ast eftir kröftum þess og álitum,“ segir Gunnar. Hann áréttar samt að þótt ráðið sé sjálfstætt leggi hann mikið á sig til að viðhalda ráðinu og sinna störfum fyrir það, móta dagskrá fyrir ráðstefnur og sinna annarri umsýslu. Ung- mennaráð Árborgar á nú fulltrúa í ungmenna- ráði Menntamálastofnunar, samráðshópi í menntamálaráðuneyti, heldur fundi með öðrum ungmennaráðum og fulltrúar ráðsins hjálpa öðrum til að koma sér af stað og hjálpa líka ungu fólki til að hafa áhrif. Þetta gerði Ungmennaráð Árborgar • Tveir fundir í mánuði. • Árleg ráðstefna: Tveggja daga ráðstefna fyrir ungt fólk á Suðurlandi haldin í lok september 2016 á Hótel Hvolsvelli. Á ráðstefnuna komu 120–130 ungmenni úr fjórðungnum, sveitarstjórnarfólk, þingmenn og forseti Íslands. Fyrri dagurinn var vinnudagur fyrir ungt fólk, málstofur og erindi. Á seinni deginum komu gestir, þar á meðal forseti Íslands. • Markmið ráðstefnunnar var að virkja og styðja við ungmennaráð á Suðurlandi, láta sveitarstjórnir taka eftir starfi ungmenna, hvetja sveitarfélög til að stofna ungmennaráð, • Þriggja landa verkefni sem Evrópa unga fólksins hefur styrkt. Ungmennin fóru til Kanaríeyja og Svíþjóðar. 50 manns var boðið hingað í vikudvöl á ráðstefnu um innflytjendamál og heilbrigð samfélög. • Eftir því sem verkefnin stækka fjölgar þeim sem taka eftir störfum ungmennaráðsins. • Eftir ráðstefnuna voru stofnuð ungmennaráð í Bláskógabyggð, Hveragerði, Flóahreppi og Skaftárhreppi. Gunnar og ungmenni úr ung- mennaráði Árborgar sóttu Ungmennaráðstefnu UMFÍ sem haldin var í Miðfirði í maí. Árangur ungmennaráðsins vakti mikla athygli þar. Leiðarvísir íþróttafélaganna Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að undirbúa og skipuleggja verk- efni eða viðburði á vegum ungmenna- félaga. Hér er að finna nokkur atriði sem gott er að hafa á hreinu þegar verkefni er undirbúið. • Er verkefnið afmarkað og skýrt? • Hefur verkefnið skýr markmið? • Er kostnaðaráætlun tilbúin? • Hver er markhópur verkefnisins? • Hver er líftími verkefnisins? • Er ljóst hver á að gera hvað? • Hver er fjöldi þátttakenda? • Hvernig á að tryggja sýnileika verkefnisins? • Hvernig á að meta árangur verkefnisins?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.