Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Boccia er nú er í fyrsta skipti á dagskrá á Unglinga- landsmóti. Greinin hentar öllum og það er um að gera að skrá sig til leiks og prófa að keppa í skemmti- legri grein. Keppnin er liða- keppni þar sem þrír eru í hverju liði, óháð kyni. Bogfimi er krefjandi grein en svo sannarlega þess virði að prófa. Keppt er í tveimur flokk- um, yngri flokki sem keppir á 20 m færi á 80 sm skífu, og eldri flokki sem keppir á 40 m færi á 80 sm skífu. Fimleikalíf er hópaatriði/ sýningaratriði þar sem 3–6 einstaklingar eru í liði, óháð kyni. Frekari upplýs- ingar er að finna á heima- síðu mótsins. Fyrir keppn- ina verður smiðja (Work- shop) þar sem keppendur geta fengið aðstoð. Fjallahjólreiðar er skemmtileg grein þar sem keppt er í tveimur aldursflokkum, 11–14 ára (hjólað 2 km) og 15–18 ára (hjólað 5 km). Keppendur þurfa að koma með hjól og hjálm. Frisbígolf er í miklum vexti og vellir spretta nú upp um land allt. Keppt verður í flokk- um 11–14 ára og 15–18 ára. Um er að gera að prófa frisbígolf á Egilsstöðum. Frjálsíþróttir hafa ætíð skipað stóran sess á Unglingalandsmót- um. Keppnin er fyrir alla, afreksungmenni jafnt sem aðra. Keppnisgreinarnar eru fjölmargar og allir geta fundið sér grein til að taka þátt í. Glíma hefur verið á Unglingalandsmótum frá upphafi. Allir geta skráð sig og tekið þátt í skemmti- legri íþrótt. Golf verður á fimmtudegi. Um er að ræða högg- leik án forgjafar þar sem allir flokkar leika 36 holur. Golf er bráð- skemmtileg íþrótt. Götuhjólreiðar eru keppni í tveimur flokkum. Yngri flokkur- inn hjólar 4,5 km og eldri flokk- urinn 10,5 km. Nauðsynlegt er að mæta með hjól og hjálm. Hestaíþróttir er keppni þar sem keppt er í tveimur aldursflokkum, 11–13 ára og 14–17 ára. Keppt er í tölti og fjórgangi. Knattspyrna hefur verið fjölmennasta greinin á Ungl- ingalandsmótunum undanfarin ár. Keppt er í sömu aldursflokk- um og hjá KSÍ. Í yngri aldurs- flokkunum eru sex leikmenn í liði en í þeim eldri eru fimm. Kökuskreytingar eru ný keppnisgrein og vissulega áhugaverð. Allir geta skráð sig til leiks. Keppendur fá allt hráefnið á staðnum en þurfa að koma með áhöld með sér til leiks. Körfuknattleikur hefur ætíð verið fjörug keppni á Unglingalandsmótunum og ekki er ástæða til að ætla annað en að svo verði einnig að þessu sinni. Keppt er í aldursflokkunum 11–12 ára, 13–14 ára, 15–16 ára og 17–18 ára. Fimm eru í hverju liði. Motocross er gríðarlega krefjandi keppnisgrein. Að horfa á keppnina er ekki síður skemmtilegt því að oftar en ekki eru tilþrifin slík. Keppt verður í 11–15 ára flokki kvenna og karla á 85cc 2T/150cc 4T hjólum, 14–18 ára kvennaflokki á 125cc 2T/250cc 4T og í unglingaflokki 14–18 ára á 125cc 2T/250cc 4T. Ólympískar lyftingar er keppni í tveimur aldurs- flokkum þar sem keppt er í snörun og jafnhendingu. Ekki er þörf á að lyfta í lyftinga- skóm eða lyftingasamfellu. Rathlaup er áhugaverð og skemmtileg keppnisgrein fyrir alla. Keppt er í tveimur aldursflokkum, 11–14 ára og 15–18 ára. Keppendur fá kort í hendurnar þar sem litaðir hringir tákna pósta sem þeir þurfa að finna. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu mótsins sem nauðsynlegt er að lesa. Skák hefur oft verið æsispennandi á Ungl- ingalandsmótum. Keppt er í tveimur aldursflokkum, 11–14 ára og 15–18 ára. Skotfimi er aðeins fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri. Keppendur þurfa sjálfir að koma með skotvopn og vera í fylgd foreldra eða forráðamanns með skotvopnaleyfi. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins. Stafsetning er skemmtileg keppni þar sem keppt er í tveimur aldursflokkum, 11–14 ára og 15–18 ára. Keppni hjá yngri flokknum er þannig að lesinn er texti með eyðufyllingum og skrifaður texti. Fyrirkomulagið hjá eldri hópnum er upplestur og skrifaður texti. Strandblak er keppni í fjórum aldursflokkum stúlkna og drengja. Spilað verður á tíma; yngsti hópur spilar í 10 mínútur samfleytt en hinir hóparnir í 2x6 mínútur. Spilað er eftir útsláttarfyrirkomulagi þar sem hverju liði eru tryggðir tveir leikir. Sund er hressandi keppni sem fer fram á laugardeginum. Keppt er í fjórum aldursflokkum stúlkna og drengja. Keppnisgreinarnar eru níu talsins og má sjá frekari upplýsingar á heimasíðu mótsins. UÍA þrekmót er keppni sem verður haldin í Crossfit Austur á Egilsstöðum. Keppt er í tveimur aldursflokkum, 11–14 ára og 15–18 ára. Keppnin er öllum opin og tilvalið að skrá sig til leiks. Upplestur fer þannig fram að keppendur velja sér texta sjálfir, annars vegar óbundinn texta úr bók eftir íslenskan höfund (lengd 300–350 orð) og hins vegar ljóð eftir íslenskan höfund (lengd 8–16 línur). Keppendur lesa ljóðið í kjölfar óbundna textans. Íþróttir fatlaðra eru einstaklingskeppni þar sem keppt er í sundi og frjáls- íþróttum. Hægt er að keppa í 24 mismunandi greinum á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.