Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands. ÍSLENSK GETSPÁ ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR. Júlíus Sigurbjörnsson segir gott að vera í gönguhópi sem hreyfi sig reglulega. H ópur fyrrverandi kennara og mæður fyrrverandi nemenda við Hvassaleitis- skóla í Reykjavík hefur hist reglulega í samfleytt 35 ár og stundað leikfimi, göngur, skokk og aðra útivist. Allar konurnar í hópnum eru öðru hvorum megin við sjötugt. Júlíus Sigurbjörnsson, maður einnar konunn- ar í hópnum, segir það afar ánægjulegt að tengjast svona skemmtilegum kvennahópi sem hreyfir sig reglulega. „Við karlarnir fáum að slást í hópinn þegar meira stendur til eins og t.d. göngu- og menn- ingarferðir á erlendri grundu,“ segir hann. Svo skemmtilega vill til að nemendur við Hvassaleitisskóla settu einmitt Hreyfiviku UMFÍ vorið 2016. Gönguhópurinn hreyfir sig jafnt innanlands sem utan. Vikulega er gengið um nærum- hverfi Hvassaleitisskóla. Annað hvert ár er svo farið í lengri göngur og menningarferðir á Íslandi en hitt árið erlendis. Í Hreyfiviku UMFÍ, í júní sl., var hópurinn á átta daga ferða- lagi um Írland með íslenskum fararstjóra og buff merkt Hreyfivikunni á höfði. Júlíus segir þetta ekki hafa verið beint við- burð tengdan Hreyfivikunni. „Ég sá þessa strokka áður en við fórum út og leist vel á þá, vildi auðkenna hópinn. Ég hafði því sam- band við þjónustumiðstöð UMFÍ og fékk um 20 stykki. Það var mjög gott að hafa þá bæði á höfði og um hálsinn,“ segir Júlíus og leggur áherslu á að hann kjósi frekar að nota orðið „strokkur“ yfir buffin. Fondurnar hafa stundað leikfimi og gengið saman í 35 ár Konurnar í gönguhópnum komu fyrst saman í íþróttahúsinu í Hvassaleitisskóla árið 1982. Íþróttahúsið var nýlegt á þessum tíma. Þar æfðu þær leikfimi eftir kerfi bandarísku leikkonunnar Jane Fonda sem var gríðarlega vinsælt um þetta leyti. Eins og sést í umfjöllun DV vöruðu læknar engu að síður við æfingunum. Rifjað er upp að bandarískir læknar hafi sagt þær stór- hættulegar og slysadeildir fullar af „slösuðum Fonda-fíklum“. Karitas Karlsdóttir lýsir því í samtali við DV að henni hafi ekki orðið meint af æfingunum. Kerfið hafi byggst að miklu leyti á teygjum og góðum æfingum fyrir alla vöðvahópa og það sé gott fyrir líkamann sé hófs gætt í æfingum. Hópurinn stillti sér upp með buffin á höfði fyrir framan Woodbridge-hótelið, eitt elsta hótel Írlands, en það hefur verið í samfelldum rekstri síðan árið 1906. Aðalstyrktaraðilar Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum 2017

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.