Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2017 Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands. Það hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi er dró vagninn sem goðsagnaveran Dagur ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnarsson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Lars Holm, Søren Malmose, o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. o.fl. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568-2929 umfi@umfi.is – www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki) Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari Starfsfólk UMFÍ á Laugum í Sælingsdal Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Jörgen Nilsson, tómstundaleiðbeinandi Gunnar Már Gunnarsson, tómstundaleið- beinandi og starfsmaður Sælingsdalslaugar Hrönn Jónsdóttir, tómstundaleiðbeinandi Marta Sigurðardóttir, matráður Vladimir Babic, tómstundaleiðbeinandi Céline Castel, matráður Tomáš Hub, tómstundaleiðbeinandi Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og Guðmundur Sigurbergsson. Forsíðumynd: Myndina á forsíðu Skinfaxa tók Hafsteinn Snær Þorsteinsson af keppni í motocrossi á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016. Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ er 29 talsins. Í hreyfingunni eru í dag um 160.000 félagar í rúmlega 300 ung- menna- og íþróttafélögum um land allt. Fögnuðu 100 ára afmæli með stæl Ungmennafélag Borgarfjarðar (UMFB) á Borgarfirði eystri fagnaði 100 ára afmæli nú í júlí. Haldið var upp á stórafmælið með vegleg- um hætti. Framleiddar voru húfur og glös með merki félagsins, blásið til Dyrfjallahlaups og ýmsar aðrar uppákomur í nafni félagsins. Þar á meðal var öllum í bænum boðið frítt á tónleika þeirra Jónasar Sigurðarsonar og Ómars Guðjónssonar í Fjarðarborg. Aðalfögnuðurinn var laugardaginn 15. júlí. Þá var haldið í skrúðgöngu að íþróttavelli bæjarins og var þar heilmikil leikjadagskrá. Um kvöldið bauð UMFB í afmælisveislu í Fjarðarborg. Þar voru ræður fluttar, stiklað á stóru í sögu UMFB og dansað inn í nóttina með tónlistarmanninn og UMFB-manninn Magna í fararbroddi. Óttar Már Kárason, formaður UMFB, segir afmælisveisluna hafa tekist afar vel. Á milli 140–150 manns hafi mætt í teitið. „Það var ánægjulegt,“ segir hann og bendir á að til samanburðar búi í kringum 100 manns á Borgarfirði eystri. Óttar segir ungmennafélagið hafa verið öflugt á árum áður. „Íþróttastarfið er ekki mik- ið enda ekki mikið af krökkum hér lengur. En við erum samt montin yfir því að taka þátt í utandeildarkeppnum í knattspyrnu og erum með æfingar á sumrin. Það er meira um við- burði og skemmtun og reglulega tónleika en íþróttir,“ segir hann og telur félagið standa fyrir um tíu viðburðum á ári. Flestir viðburðir á vegum Ungmenna- félags Borgarfjarðar, sem ekki eru á vellinum, fara fram í Fjarðarborg. Það voru einmitt sjálf- boðaliðar á vegum UMFB sem reistu húsið á sínum tíma og það er menningarmiðstöð bæjarins, þar fara fram tónleikar í aðdrag- anda Bræðslunnar og margir fleiri tónlistar- menn troða þar upp allt árið um kring. Ung- mennafélagið átti húsið lengi en það er nú í eigu sveitarfélagsins. Formaður í báða liði Óttar Már Kára- son er nátengd- ur UMFB. Hann er vert- inn í Fjarðar- borg og afar hans, bæði í föðurlegg og móðurlegg, voru formenn UMFB. Af þeim sökum hefur hann réttilega sagst vera fæddur for- maður.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.