Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 39
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Gjögur hf. Kringlunni 7 Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Ennemm ehf., Grensásvegi 11 Aðalvík ehf., Síðumúla 13 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Heilsubrunnurinn ehf., Markarvegi 16 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Orka ehf., Stórhöfða 37 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 Við og Við sf., Gylfaflöt 3 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Kópavogur dk hugbúnaður ehf., Smáratorgi 3 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Garðabær Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Garðabær, Garðatorgi 7 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf., Gullhellu 1 Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Mosfellsbær Nonni litli ehf., Þverholti 8 Höfðakaffi ehf., Stórakrika 10 Akranesi Straumnes ehf. rafverktakar, Krókatúni 22–24 Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga svf., Egilsholti 1 Hótel Borgarnes ehf., Egilsgötu 16 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum Stykkishólmur Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3 Þ.B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36 Ísafjörður Sjúkraþjálfun Vestfjarða ehf., Eyrargötu 2 Ævintýradalurinn ehf., Heydal Arna ehf., Hafnargötu 80 Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Sauðárkrókur K-Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Guðríður Aadnegard er formaður Héraðs- sambandsins Skarphéðins (HSK). Skömmu eftir Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði í júní sl. fór hún ásamt hópi á vegum UMFÍ til að fylgjast með landsmóti DGI í Danmörku. Hún sneri aftur með fullt af nýjum hug- myndum í farteskinu fyrir Unglinga- landsmót UMFÍ sem haldið verð- ur í Þorlákshöfn á næsta ári. Hvernig gekk mótið í Hveragerði? „Mér fannst mótið ganga mjög vel. Það bjargaðist fyrir horn að aðeins rigndi á föstudeginum því að þá var keppt í inni- greinum. Greinarnar úti voru um helgina og þá var sem betur fer sól. Ég var mjög ánægð með það hvað framlag Hamars í Hveragerði var gott og hvað sjálfboðaliðarnir komu sterkir inn. Þeir voru margir og unnu tím- unum saman með bros á vör. Svo var ég líka ánægð með að sjá hvað stjórn og starfs- menn UMFÍ létu til sín taka. Það er stuðning- ur að vita af fólki sem kann til verka.“ Hvað lærðuð þið af mótshaldinu? „Landsmót UMFÍ 50+ var fyrsta mótið sem haldið er í Hveragerði í langan tíma. Þarna sá fólk hvað þetta er skemmtileg vinna og hvað það gefur mikið af sér félagslega að vinna með öðrum. Það auðveldar allt mótshald í framtíðinni.“ Hvað þurfa þeir sem halda mót að hafa í huga? „Ég er mjög hugsi eftir ferð Ungmenna- félags Íslands á landsmót DGI í Danmörku. Ættum að höfða til yngra fólks og lækka aldurinn í 40+ Þar lærðum við margt nýtt og höfum rætt mikið um það sem við sáum þar, nýja vinkla, góða nálgun á starf sjálfboðaliða, hvernig bæjarbúar eru virkjaðir fyrr í ferlinu og ýmis- legt fleira. Eftir þessa ferð sáum við að við þurfum að byrja undirbúning fyrr, að virkja sveitarfélagið og bæjarbúa. Áttu ráð handa skipu- leggjendum móta UMFÍ? „Eftir mót DGI myndi ég vilja skoða að lækka aldur þátttakenda og sjá fleiri 40+ taka þátt í mótunum okkar. Það voru margir í Hveragerði undir fimmt- ugu sem biðu á hliðarlín- unni og langaði að vera með. Svo sást líka í ýms- um greinum, svo sem í ringó, að sjötugir og eldri stóðu alveg uppi í hárinu á þeim yngri. Það sýndi sig líka þegar Óli Geir, sem stýrði línu- dansinum, bauð fólki að koma og prófa daginn eftir keppni, að það má vel hafa fleiri vinnustofur og námskeið á mótun- um sem fólk getur kíkt inn á og prófað aðrar greinar. Fólk þarf að þora að stíga fyrstu skref- in í nýjum greinum. Ég sé alveg fyrir mér að vinnustofa í pönnukökubakstri geti verið vinsæl.“ Hvað var eftirtektarverðast í Danmörku sem mætti taka upp hér? „Mér fannst vinnustofurnar um íþróttir og hreyfingu og boð um að leyfa gestum að koma og prófa nýjar greinar mjög áhuga- verðar. En það sem vakti athygli mína var að fólk var almennt á landsmóti DGI að keppa sér til gamans. Þar voru heldur engir verðlaunapeningar veittir fyrir efstu sætin. Við mættum taka það upp hér.“ Keppendur í utanvegahlaupi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.