Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Unglingalandsmóti UMFÍ var úthlutað til ÚÍA fyrir um tveimur árum. Reyndar hófst undirbúningurinn fyrr, mótinu var ekki úthlutað austur í fyrstu atrennu. Áður en við sóttum um að halda mótið hafði farið fram ákveðin vinna. En hvers vegna sækjumst við svo eftir að halda Unglingalandsmót? Hvað fáum við út úr því? Að baki slíkum viðburði eru þúsund- ir vinnustunda hjá mörg hundruð sjálfboða- liðum. Fjárhagslegur ávinningur er takmark- aður. Það gerir okkur á félagssvæðinu stolt að halda Unglingalandsmót. Það gefur okkur tækifæri til að bjóða fólki í heimsókn og sýna hvað við höfum fram að færa. Það nær ekki bara til íþróttanna heldur þjónustunnar á svæðinu, náttúrunnar og samfélagsins. Það skiptir líka máli fyrir okkur, sem yfirleitt þurf- um langt að sækja mót, að þurfa ekki alltaf að vera á faraldsfæti. Mót sem þessi skapa þekkingu heima í héraði í að halda utan um stór íþróttamót. Þau kveikja líka áhuga. Árið áður en UÍA hélt Unglingalandsmót í fyrsta sinn, árið 2011, mætti sambandið með 20 manna hóp í Borgarnes. Á Egilsstöðum voru keppendur UÍA tæplega 200. Sú tala hefur vissulega ekki haldist en UÍA hefur undanfarin ár átt stærsta hópinn á Unglingalandsmótum. Austfirðing- ar kynntust mótinu og héldu tryggð við það í kjölfarið því að þetta var svo frábær skemmtun. Af hverju skiptir Unglingalandsmót UMFÍ Austurland máli? Stærsti ávinningurinn af mótshaldinu er kannski sá að Unglingalandsmót UMFÍ gefur héraðssambandinu tilgang. Það gefur því og félagsmönnum ögrandi verkefni. Frá skrif- stofu UMFÍ fylgir líka ærinn stuðningur og kennsla sem verður að reynslu og þekkingu til frambúðar í heimabyggð. UMFÍ stendur undir einkunnarorðunum „Ræktun lands og lýðs“ með fjölbreyttum verkefnum sem dreifast út um landið. Ungl- ingalandsmótið er þar ekki eina dæmið. Landsmót 50+, ráðstefnan Ungt fólk og lýð- ræði, Landsmótið, þing sambandsins, vor- fundir og formannafundir eru allt dæmi um stór verkefni á vegum sambandsins sem ferð- ast reglulega um landið. Með því að skiptast reglulega á heimsóknum kynnumst við hvert öðru og öðlumst skilning á mismun- andi áskorunum og lausnum. Á þennan hátt skipta Unglingalandsmót UMFÍ ekki bara UÍA máli heldur eru þau líka mikilvæg fyrir önnur héraðssambönd. Þau skipta þjóðina máli. Vegna þess að stefna UMFÍ skiptir miklu máli. Gunnar Gunnarsson stjórnarmaður í UMFÍ og formaður UÍA Leiðari Skinfaxa: Efnisyfirlit Sigurður Arnar: Gaman og gott að vinna fyrir UÍA 37 Ráð fyrir foreldra: Vertu fyrirmynd á vellinum 38 Guðríður Aadnegard: Vill sjá yngri keppendur 39 Ólafur Snorri: Fjölskyldan hreyfir sig saman 14 3 Af hverju skiptir Unglingalands- mót UMFÍ Austurland máli? 6 Fögnuðu 100 árum með stæl. 8 Hollustan í fyrirrúmi hjá Blikum. 10 Ungmennaráð til fyrirmyndar. 10 Leiðarvísir íþróttafélaganna. Það voru 565 sunnlenskir bændur sem stofnuðu Sláturfélag Suðurlands 28. janúar 1907 við gömlu hengibrúna yfir Þjórsá. Stofnun félagsins var eitt þeirra framfaraskrefa sem markað hafa tímamót fyrir matvælaframleiðslu í landinu og um leið neytendur. Nú 110 árum síðar er félagið enn í eigu bænda sem daglega leggja grunninn að úrvals matvælavinnslu félagsins í sveitunum um allt Suður- og Vesturland. Íslenska sveitin og SS fyrir þig. 565 bændur stofnuðu Sláturfélag Suðurlands PI PA R\ TB W A 12 Stjórnendur rýna í lýðheilsu- vísana. 16 Myndir frá Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði. 19 Já og amen í Japan. 20 Nýjar greinar á landsmóti DGI. 22 Samvinna og vinskapur UMFÍ og DGI. 24 Eitthvað sem allir þurfa að kynnast. 26 Mótahald UÍA og UMFÍ. 28 Viðtal við Björn bæjarstjóra. 31 Áhugaverðir staðir á Héraði. 34 Nike og Adidas áberandi á æfingum hjá íþróttakrökkum. 32 Formaðurinn er alltaf að læra. 36 Keppnisgreinar á Egilsstöðum. 37 Eldheitir fljúgandi Danir. 41 Vaxtarverkir fylgja stækkun félags. Birna Varðardóttir: Taktu safa, flatköku og ávöxt með á mótin 8–9 Þetta þarftu að vita um Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 24–38

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.