Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands T æplega 600 keppendur mættu á Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið var í Hvera- gerði um Jónsmessuhelgina í júní sl. Ætla má að rúmlega 1.000 utanbæjarmenn hafi verið í bænum í tengslum við mótið sem fór afskaplega vel fram í góðu veðri. Keppt var í fjölda greina, allt frá boccia, línudansi, þríþraut, utanvega- hlaupum, badmintoni og pútti að stígvélakasti. Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið árlega frá árinu 2011. Það er fyrir fólk sem verður fimmtugt á árinu og eldri þátttakendur. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Athygli vakti hversu stór hópur fólks á mótinu stóð á fimmtugu og rétt yfir fimmtugu. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram samhliða Landsmóti UMFÍ á næsta ári. Mótið verður haldið á Sauðárkróki dagana 13.–15. júlí 2018.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.