Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands UÍA-liðar hafa reynslu af mótahaldi UMFÍ Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hefur séð um fram- kvæmd á þremur Landsmótum UMFÍ auk Unglingalandsmóts 2011. Keppnin hefur breyst talsvert í tímans rás og má segja að hvert mót sé spegilmynd á andrúmsloftið á hverjum tíma. Hér eru rifjuð upp brot frá mótunum á Austurlandi. Lagt á borð fyrir sex Fyrsta Landsmótið, sem var 8. Landsmót UMFÍ, var haldið á Eiðum 5.–6. júlí 1952. Á mótinu var bryddað upp á nýjungum. Sem dæmi var ákveðið að láta löngu sund keppn- irnar róa og taka þess í stað upp keppni í boð- sundi. Ástæðan var ekki síst sú að á Eið um var ekki jarðhiti og þótti sundfólki vorkunn að skvampa lengi í kaldri tjörn. Hyggilegra þótti því að bjóða upp á styttri ferðir fyrir hvern og einn. Þá voru teknar upp starfsíþrótt- ir og var m.a. keppt í því að leggja á borð og dráttarvélaakstri. Til stóð að keppa í mjöltum en hætt var við það. Fram kemur í bókinni Vormenn Íslands, sem fjallar um sögu UMFÍ, að menn klóruðu sér svolítið í hausnum yfir því hvernig ætti að keppa í því að leggja á borð. Til keppni voru skráðar fjórar ungar stúlkur. Allar voru þær úr héraðinu og höfðu numið við ýmsa húsmæðra- skóla. Á endanum varð þetta að sýningu í stað keppni og var ekki reiknað inn í heildar- stigakeppnina. Stúlkurnar settu upp gesta- boð fyrir sex í sveit í borðstofu Eiðaskóla, brutu saman servíettur og skreyttu borð með blómum. Í Vormönnum Íslands segir að kepp- endur hafi fylgst opinmynntir með og ekki trúað því hversu spennandi þetta var. Lilja Þórarinsdóttir frá Hallfreðarstaðahjáleigu varð í fyrsta sæti, að mati dómnefndar. Vildu ekki synda í ískaldri tjörn Landsmót UMFÍ var aftur haldið á Eiðum 13.–14. júlí árið 1968. Þetta var 13. Landsmót UMFÍ. Vorið hafði verið með eindæmum kalt á Austurlandi, hafís inni í fjörðum fram á sum- ar og vellirnir á Eiðum illa farnir af kali. Var mjög kalt þetta árið. Pokalaug var flutt frá Laugarvatni að Eiðum og sett þar upp með hitunartækjum enda vildi enginn etja sund- mönnum út í ískaldar tjarnir. Veðrið batnaði lítið um mótshelgina og virtust hitagræjurnar hafa gert lítið gagn. Tilhlökkun sundgarpa á Landsmótinu tók nefnilega skjótan endi þegar þeir fyrstu stungu sér í vatnið enda hafði hitastigið um nóttina verið nálægt frostmarki. Í Vormönn- um Íslands segir um hitastigið að það hafi verið „hund-helvíti-kalt“. Engu að síður var ákveðið að blása til keppni í sundi. Eftirsótt landsmót 23. Landsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum dagana 12.–15. júlí 2001. Mikil uppbygging hafði orðið í bænum í aðdraganda mótsins og bættist nú við að varanlegt efni var sett á atrennu- og hlaupabrautir. Mótið á Egilsstöðum 2001 markaði tíma- mót en ákveðið hafði verið árið 1990 að halda mótið á Egilsstöðum. Áður hafði stjórn UMFÍ þurft að fara bónarveg að héraðssambönd- um og fá þau til að halda landsmót. Nú hafði taflið snúist við og sóttust samböndin eftir því að halda mót. Ástæðan var meðal annars sú að mótshaldi fylgdu endurbætur á íþrótta- aðstöðu. Kröfur til mótanna voru orðnar slík- ar að ekki þýddi að bjóða upp á annað en góðar sundlaugar, rúmgóð íþróttahús og gott efni á hlaupabrautum. Ístölt á Lagarfljóti um hásumar Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í fyrsta sinn á Egilsstöðum sumarið 2011. Mörgum brá hins vegar í brún þegar frétt birtist í Austurglugganum og síðar á fréttavefnum Vísi undir lok maí þetta árið að sökum snjó- þyngsla á Austurlandi hefði mótsstjórn boð- að til neyðarfundar. Ákveðið hafi verið að hætta við knattspyrnu, sund og hefðbundn- ari íþróttir en bjóða þess í stað upp á keppni í skíðagöngu og skautadansi, ístölt á Lagar- fljóti og bobsleðakeppni. Þá yrði gert ráð fyrir því að keppendur muni hjálpast að við að moka snjó af helstu götum bæjarins. Þessi óvænta breyting á mótinu var grín að hætti Ómars Braga Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra mótsins. Hann viðurkenndi í samtali við Vísi að hafa verið að horfa á veður- spána þarna í maí og í samræmi við hana ákveðið að senda verkefnastjóranum breytta mótsdagskrá sem tæki mið af veðrinu. Snjó hafði þá kyngt niður á Austurlandi í nokkra daga, ófært var yfir á Seyðisfjörð og benti fátt til þess að komið væri sumar. Ómar leiðrétti dagskrána og var hefðbundið mót haldið um verslunarmannahelgina. Það var kátt á hjalla hjá þessum stelpum úr UMSK á Landsmóti UMFÍ á Eiðum árið 1968. Lilja Þórarinsdóttir frá Hallfreðarstaðahjá- leigu hlaut fyrstu verðlaun fyrir að leggja á borð á Eiðum 1952. Stoltir félagar í UÍA ganga inn á völlinn á Landsmótinu á Eiðum 1968. Allt til reiðu.Keppnin hafin í því að leggja á borð. Lið UÍA gengur inn á völlinn við setningu Landsmóts UMFÍ á Egilsstöðum 2001.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.