Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 9
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Jafnframt eru auglýsingar frá gosdrykkja- og skyndibitaframleiðendum oft áberandi bæði á keppnisvöllum og í æfingaaðstöðu. Þá kom sterkt fram í rannsókn okkar hve sterkar fyrir- myndir þjálfarar eru og töldu foreldrar áhrifa- ríkt að ráð varðandi næringu og heilbrigt líf- erni kæmu frá þeim. Fram undan er frekari úrvinnsla í formi greinaskrifa og kynninga, meðal annars á Menntakviku sem er ráð- stefna sem haldin verður á menntavísinda- sviði Háskóla Íslands í byrjun október og er opin öllum.“ Hvert verður framhaldið á þessu? „Stefnt er að því að halda áfram með verk- efnið á haustmánuðum í samstarfi við íþrótta- félagið, með markvissum heilsueflandi aðgerðum auk þess sem vonandi verður framhald á rannsóknum af þessu tagi.“ Hverju myndir þú ráðleggja ungu fólki að huga að varðandi næringu? „Það er afar mikilvægt að ungt íþróttafólk borði fjölbreytt og næringarríkt fæði sem upp- fyllir þarfir þess fyrir orku- og næringarefni. Staðgóður morgunverður, hádegisverður og heimilismatur að kvöldi, auk millibita yfir dag- inn og í tengslum við æfingar, er til að mynda ágætis viðmið. Flestir þurfa að nærast 1–2 klukkustundum fyrir og eftir æfingar því að það er vont að vera tómur í átökum en að sama skapi ekki gott að vera of saddur. Þegar æfingar eru eftir skóla vill stundum gleymast að fá sér bita milli hádegis og kvöld- verðar. Það er því gott að venja sig á að stinga til dæmis ávöxtum, smurðri brauðsneið eða jógúrt í töskuna og snæða í kringum æfingar. Þegar best lætur er neyslu á sykurríkum vörum og mikið unnum vörum stillt í hóf enda ekki æskilegt að slík fæða taki mikið pláss frá hollri og næringarríkri fæðu. Á með- an áreynslan er ekki þeim mun meiri eða lengri er vatn svo alltaf besti svaladrykkurinn. Fullkomið nesti á íþróttamót? „Dagarnir á slíkum mótum eru oft langir og krefjandi. Þar kemur sér því vel að vera með gott nesti. Dæmi um flotta kosti eru ávextir, flatkökur, samlokur með góðu áleggi, vefjur, núðlusalöt, safar, mjólkurvörur og heimagert snarl. Fyrir æfingar og keppni er um að gera að fá sér léttan bita 1½ –2 klst. fyrir keppni en að íþróttaiðkun lokinni skyldi reyna að fá góða blöndu af kolvetnum og próteinum. Dæmi um snarl, sem ég gríp stundum til fljót- lega eftir æfingu, er flatkaka, smurð með hnetusmjöri og bananabitum, og mjólkur- glas.“ Birna Varðardóttir næringarfræðingur Símamót Breiðabliks er með stærstu knattspyrnumótum landsins. Mótið þetta árið fór fram dagana 13.–16. júlí og voru um 2.000 stelpur skráðar til leiks frá 38 félögum. Um 300 lið spiluðu þar næstum 1.200 leiki. Á mótinu vakti athygli hversu góða og heilnæma næringu keppendum og gest- um var boðið upp á í Símamótssjoppunni. Helga Jónsdóttir er móðir keppanda á mótinu og situr í foreldraráði Breiðabliks. Hún segir að nokkur ár séu liðin frá því að ákveðið var að bjóða upp á heilnæmt snarl í stað súkkulaðis. „Breiðablik byrjaði með Landsbanka- mót fyrir 5. flokk fyrir sex árum og þar var lagt upp með að hafa hollustu að leiðar- ljósi, enga sjoppu heldur boozt og ávexti. Fyrstu árin gengum við reyndar svo langt að allir goskælar voru fjarlægðir og fólki með gosflöskur var vísað út. Þetta hefur þróast í að við bjóðum alltaf upp á þenn- an valkost. Við höfum meðal annars boðið upp á kjötsúpu á heimaleikjum ef kalt er í veðri,“ segir hún og bætir við að keppend- ur fái hefðbundinn mat, kjötbollur og lasagna en ávallt er boðið upp á ávexti með. Lagt upp úr því að hafa morgunmatinn fjölbreyttan. Það er mikilvægt enda voru 670 stelpur í mat. „Hugmyndin kviknaði fyrir um sjö árum þegar ég var ásamt öðru foreldri heila helgi á fótboltamóti. Þar var aðeins boðið upp á nammi og sæta drykki. Allir voru komnir með í magann af því. Við settumst niður með þjálfara og stjórn og úr varð Landsbankamót- ið þar sem boðið var upp á hollustu. Hollust- an hefur síðan breiðst áfram og var nú í boði á Símamótinu,“ segir Helga. En hvernig taka keppendur þessu? „Mjög vel. Hjá Breiðabliki er þetta fram- boð orðið svo eðlilegt að við tökum ekki eftir því að það er öðruvísi en hjá öðrum. Allir vilja hafa hollt nesti og ef það er í boði velur fólk það með sætindunum,“ segir Helga og tekur fram að ef vatn sé í boði klárist það fyrr en gosdrykkirnir. „Það þarf alltaf að hafa meira fyrir hollustunni. Hjá Breiðabliki er einvala lið foreldra sem vilja leggja aðeins meira á sig til að hafa þennan valkost.“ Hollustan í fyrirrúmi hjá Blikum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.