Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Næringarfræðingurinn og hlauparinn Birna Varðardóttir hefur kannað fæðuval 10–18 ára barna og ungmenna. Hún mælir með því að hafa ávexti, flatkökur og safa með sér á íþróttamót. Nafn: Birna Varðardóttir. Hver er Birna og hvert hefur hún sótt menntun sína? Birna er 23 ára næringarfræðinemi og hlaup- ari. Hún útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í nær- ingarfræði frá Háskóla Íslands síðastliðið vor og mun hefja meistaranám í íþróttanæringar- fræði við Maastricht-háskóla í Hollandi í haust. Hver er uppáhaldshreyfing þín? „Bakgrunnur minn er í frjálsum íþróttum og ég hef stundað hlaup síðustu 10 árin. Þegar ég var unglingur keppti ég bæði í millivega- lengdum og götuhlaupum. Síðustu árin hefur áherslan færst yfir í lengri götuhlaup og utan- vega/náttúruhlaup. Ég hef líka mjög gaman af allri almennri útivist og líkamsrækt.“ Um hvað fjallar verkefni þitt? „Verkefni mitt ber heitið Matarumhverfi við íþróttaiðkun barna. Markmið með því var að rannsaka fæðuval 10–18 ára barna í tengsl- um við íþróttaæfingar og matarumhverfi þeirra hjá ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ. Við leituðumst við að kanna fæðuvenjur barnanna í tengslum við æfing- ar og meta hvaða áhrif iðkendur og foreldrar teldu að matarumhverfi félagsins gæti haft á fæðuvalið.“ Af hverju tókstu þetta viðfangsefni fyrir? „Rannsakendur við menntavísindasvið Há- skóla Íslands og Afturelding höfðu þegar hafið undirbúning og samstarf tengt verk- efninu með gerð spurningalista vegna sam- eiginlegs áhuga á að styðja við heilsueflingu meðal barna í íþróttum. Mosfellsbær var fyrsta sveitarfélagið til að gerast heilsuefl- andi samfélag árið 2013. Ég var svo heppin að fá að hrinda verkefninu í framkvæmd núna í upphafi þessa árs í samvinnu við leið- beinendur mína og samstarfsfélaga hjá Há- skóla Íslands. Nálgunin er að mörgu leyti ólík því sem við sjáum í mörgum rannsóknum á sviði næringarfræði. Við reiknuðum til að mynda ekki út inntöku orku- og/eða næring- arefna heldur lögðum við áherslu á að meta hugsanlega áhrifaþætti fæðuvals og skoða hvar og hvernig börnin nærast og nálgast matvöru í kringum æfingar. Íþróttafélögin standa fyrir skipulögðum æfingum sem mikilvægt er að styðji við heilsu og þroska barnanna. Í æfingarumhverfinu þarf að tryggja að börnin fái ekki misvísandi heilsu- skilaboð, svo sem í gegnum auglýsingar eða framboð á mat og drykk. Við vildum því meta hvernig þessum málum væri háttað hjá félaginu og vonandi er þetta bara fyrsta slíka rannsóknin sem gerð er hjá íslensku félagi.“ Hverjar eru helstu niðurstöður? „Niðurstöðum okkar ber að mörgu leyti sam- an við niðurstöður erlendra rannsókna. Til að mynda má nefna mikið framboð á orku- ríkum en næringarsnauðum valkostum í tengslum við æfingar og íþróttaviðburði. Margir orkuríkir en næringarsnauðir valkostir tengdir íþróttaviðburðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.