Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borgar- nesi um verslunarmannahelgina 2016. Ung- mennasamband Borgarfjarðar (UMSB) var mótshaldari. Þar innanborðs eru reynslubolt- ar eldri en tvævetur þegar kemur að móts- haldi. En hvernig gekk? Sólrún Halla Bjarna- dóttir, sambandsstjóri UMSB, svarar því og veitir formönnum mótanefnda ráð: Hvernig var ULM í Borgarnesi 2016? – hvernig tókst til að þínu mati? „Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 2016 tókst vel og við hjá UMSB vorum mjög sátt við mótið. Við í Borgarfirði búum yfir reynd- um og öflugum hópi sjálfboðaliða. Það var gaman að sjá hvernig þeir unnu saman að því að skapa góða stemmningu á svæðinu.“ Lærðirðu eitthvað nýtt sem sambandsstjóri og formaður unglingalandsmótsnefndar við mótshaldið? „Í mars 2016 tók ég við sem sambandsstjóri UMSB en hafði þar á undan setið í stjórn UMSB. Formaðurinn lærir eitthvað nýtt á hverjum degi Þar hafði ég tekið þátt í undirbúningsvinnu fyrir Unglingalandsmótið ásamt öðrum stjórn- armeðlimum. Í maí varð nefndin reyndar for- mannslaus þannig að ég steig inn í það hlut- verk. Það má alveg segja að ég hafi lært eitt- hvað nýtt á hverjum degi. Það eru ótrúleg verkin á bak við hvert Unglingalandsmót UMFÍ og mikilvægt fyrir formann hverju sinni að vera puttann á púlsinum, ekki aðeins allan undirbúningstímann heldur líka fram yfir mótið.“ Hefðirðu viljað gera eitthvað öðruvísi? „Ég hefði viljað sjá strandblakið verða að veru- leika í Borgarnesi ásamt því að mér fannst vanta betri samræmingu á milli íþróttagreina, svo sem hvað viðkom verðlaunaafhendingu.“ Áttu góð ráð fyrir mótshaldara ULM á Egils- stöðum? „Nýtið mannauðinn í kringum ykkur og skap- ið jákvæðan brag í kringum Unglingalands- mót UMFÍ. Þetta mót er frábært fyrir kepp- endur, fjölskyldur þeirra og annarra til þess að njóta tímans saman.“ Punktar frá mótinu • Í aðdraganda Unglingalandsmóts var haldinn fundur með íbúum og verslanaeigendum í bænum vegna mögulegrar röskunar á daglegu lífi vegna götulokana og mannfjöldans. • Íþróttaaðstaða var bætt og tjald- svæði við bæjarmörk lagað. • Þegar mótið hófst var nokkrum götum í nálægð við íþróttasvæði lokað. Strætisvagnar fluttu fólk frá tjaldstæði inn í bæinn. • Kvöldvökur voru á tjaldsvæði fyrir keppendur. Fram komu nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins ásamt heimafólki. U LM BORGARNESI Unglingalandsmót UMFÍ Borgarnesi 2016 * Könnun gerð eftir að mótinu lauk. Hvað hefur þú komið oft á ULM ? Í fyrsta skipti á mótinu 2 24,8% Hef komið áður 74,2% Hvernig líkaði þér á ULM í Borgarnesi? Vel 30% Mjög vel 70% Myndir þú mæla með mótinu við aðra? Já 99,6% Nei 0,4% Aldursskipting þátttakenda á ULM 2011–2016 Þátttaka drengja og stúlkna á Unglingalandsmótum 2011 Egilsstaðir 2012 Selfoss 2013 Höfn Hornafirði 2014 Sauðárkrókur 2015 Akureyri 2016 Borgarnes

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.