Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Af hverju stunda ungmenni íþróttir, að hverju stefna þau og hvaða öpp nota þau til að fylgjast með hreyf- ingu sinni? Við spurðum nokkra unga íþróttamenn að því. Nafn: Martin Bjarni Guðmundsson Aldur: 16 ára. Félag: Gerpla. Íþróttagrein: Áhaldafimleikar. Af hverju þessi íþróttagrein – hvað gerir hana skemmtilega? Í fyrstu byrjaði ég af því að mamma og pabbi leyfðu mér að prufa áhaldafimleika í Gerplu en þá var ég 4 ára. Mér finnst mjög gaman á æfingum og þarna er líka mjög góður félagsskapur. Fimleikar eru skemmtilegir því að maður er sífellt að læra nýjar æfingar og gera hluti sem aðrir geta ekki gert. Fimleikar reyna mikið á styrk, liðleika, sjálfsaga og einnig þarf að þora að prufa nýjar æfingar til þess að komast lengra. Hver eru markmið þín með þátttökunni? Markmið mín eru að bæta mig á hverjum degi og gera æfingarnar, sem ég er að keppa með núna, eins vel og ég get. Þetta snýst um að gera eins erfiðar æfingar og maður ræður vel við. Ég æfi til að komast á alþjóðleg mót en ég er á leiðinni á Ólympíuhátíð Evrópuæsk- unnar núna í júlí þar sem ég stefni á 24 bestu og svo er Evrópumót unglinga á næsta ári, svo að dæmi sé tekið. Ég stefni alltaf á að vera með þeim bestu í mínum aldursflokki og stefni auðvitað á Ólympíuleikana. Er sérstök tíska í íþróttagrein þinni? Nei, það er nú engin sérstök tíska nema Adidas er áberandi á æfingum þessa dagana. Við erum yfirleitt bara í stuttbuxum, bol og sokkum þegar við erum að æfa. Notar þú einhver öpp meira en önnur – og af hverju? Ég nota app sem heitir Tech- nique til þess að taka mig upp á fimleika- æfingum og skoða hvað ég get gert betur. Síðan nota ég líka Splice til að klippa saman upptökurnar sem ég deili inn á Instagram- mið mitt (martinbjarni01). Þar get ég líka séð hvað aðrir í sömu íþrótt og ég eru að gera. Notar þú einhver öpp til að halda utan um hreyfingu þína? Nei, ég hef ekki gert það. Nafn: Barbára Sól Gísladóttir Hlíðdal Aldur: 16 ára. Félag: Selfoss. Íþróttagrein: Fótbolti. Af hverju þessi íþróttagrein – hvað gerir hana skemmtilega? Fjölskylda mín er mjög mikil fótboltafjölskylda og þess vegna fór ég í fótbolta þegar ég var lítil. Núna er þetta það skemmtilegasta sem ég geri. Það sem gerir fótboltann svona skemmtilegan er félags- skapurinn. Mér finnst skemmtilegt að þurfa að leggja hart að mér sem einstaklingur og í hópi, sem þarf að gera í boltanum. Hver eru markmið þín með þátttökunni? Bara að hafa gaman og gera mitt besta fyrir liðið mitt. Er sérstök tíska í íþróttagrein þinni? Það er eiginlega engin ein tíska í fótboltanum en flestir eru samt í skóm frá Nike og Adidas. Sokkaskór eru líka orðnir mjög vinsælir. Svo er mikilvægt í minni íþróttagrein að vera góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Notar þú einhver öpp meira en önnur – og af hverju? Ég nota Snapchat og Insta- gram mest. Notar þú einhver öpp til að halda utan um hreyfinguna þína? Eina appið sem ég nota heitir Veryfit. Það er tengt við úrið mitt og tengist m.a. hreyfingu og svefni. Nafn: Hilmir Hallgrímsson Aldur: 15 ára. Félag: Vestri. Íþróttagrein: Körfubolti. Af hverju varð körfubolti fyrir valinu? Ég veit það ekki. Ég var alltaf í fótbolta líka en svo færði ég mig bara yfir í körfubolta af því að mér fannst það skemmtilegra. Hver eru markmið þín með þátttökunni? Markmið mín eru að komast eins langt og ég get í íþróttinni og verða bestur. Er sérstök tíska í íþróttagrein þinni? Tískan í körfubolta , ég held að það séu aðal- lega skór og föt frá Jordan, Nike og Adidas. Notar þú einhver öpp meira en önnur? Ég nota bara þetta venjulega, Snapchat, Facebook og Instagram. Ég er ekki mjög virkur inni á þessu, skoða bara hvað aðrir eru að gera. Notar þú einhver öpp til að halda utan um hreyfingu þína? Nei ég nota ekki öpp fyrir hreyfingu mína. Nafn: Elísabet Eir Hjálmarsdóttir Aldur: 16 ára í desember. Félag: Leiknir á Fáskrúðsfirði. Íþróttagrein: Fótbolti og fimleikar. Ég hætti í fimleikum í mars 2017 vegna þess að hvíld á milli æfinga og leikja var nauðsynleg þar sem lengjubikarinn var kominn á fullt. Það er gaman að hreyfa sig Martin Bjarni Barbára Sól

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.