Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Vertu fyrirmynd á vellinum Þ að getur verið erfitt fyrir suma að horfa á barnið sitt í keppni og vilja stýra því til sigurs. Börn eiga þvert á móti að fá að iðka íþróttir á eigin forsendum en ekki foreldra sinna. Foreldrar verða því að kunna að draga mörkin og stíga til baka ef grunur leikur á að of miklum þrýstingi hafi verið beitt. Börn þurfa leiðsögn og aga en ekki þrýsting sem þvingar þau áfram. Hér eru ráð fyrir foreldra sem vert er að hafa í huga þegar börnin keppa: • Hafðu ekki áhyggjur af úrslitum leikja eða því hvort titlar séu að koma heim. • Sjáðu til þess að barnið iðki íþróttina á eigin forsendum en ekki til að gleðja þig. • Taktu hlutina ekki of alvarlega. • Kallaðu ekki á barnið á vellinum til að leiðbeina því eða öðrum iðkendum. • Helltu þér ekki yfir dómara eða þjálfara. • Hrósaðu öllum iðkendum og hvettu þá til dáða, sama hvernig gengur. Börn muna ekki úrslit leikja. Stuðningur og hvatning sitja frekar eftir í minninu. • Vertu jákvæð/ur í garð þjálfara, dómara og andstæðinga í keppnum. UMFÍ hefur útbúið veggspjöld þar sem foreldrar og forráðafólk er hvatt til að vera til fyrirmyndar á kappleikjum. Spjöldunum er ætlað að vera utandyra, á álplötum og þola veðurham. Aðildarfélög UÍA Ungmennafélagið Austri / Eskifirði – Ungmennafélagið Valur / Reyðarfirði – Ungmennafélagið Einherji / Vopna- firði – Íþróttafélagið Höttur / Egilsstöðum – Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði / Breiðdalshreppi – Íþróttafélagið Huginn / Seyðis- firði – Ungmennafélagið Leiknir / Fáskrúðsfirði – Ungmennafélagið Neisti / Djúpavogi – Samvirkjafélag Eiðaþinghár / Egilsstöðum – Skíða- félagið í Stafdal / Stafdal á Fjarðarheiði – Knattspyrnufélagið Spyrnir / Fljótsdalshéraði – Íþróttafélagið Þróttur / Norðfirði – Ungmenna- félagið Þristur / Fljótsdal, Völlum og Skriðdal – Ungmennafélagið Súlan / Stöðvarfirði – Ungmennafélag Borgarfjarðar / Borgarfirði eystri. UÍA var stofnað á Eiðum 28. og 29. júní árið 1941. Sambandið hét upphaflega Ungmennasamband Austurlands en síðar var nafn- inu breytt. Starfssvæði sambandsins er Austurland frá og með Djúpavogshreppi í suðri að og með Vopnafjarðarhreppi í norðri. Aðildarfélög UÍA eru 41 talsins um allt Austurland. Öll íþrótta- og ungmenna- félög á starfssvæði sambands- ins geta gerst aðilar að því, að því gefnu að lög þeirra séu í sam- ræmi við lög UÍA, UMFÍ og ÍSÍ. Vopnafjörður Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Egilsstaðir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.