Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Motus Teeterboard Upplýsingamiðstöð Suðurlands Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, 810 Hveragerði Sími: 483 4601. Fax: 483 4604 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is Hverasvæðið í miðbænum Hveramörk 13, 810 Hveragerði Símar: 483 5062 & 660 3905 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is www.hveragerdi.is Skjálftinn 2008 Sýning í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk Hveragerði Sundlaugin Laugaskarði 810 Hveragerði Sími: 483 4113 Sími: 483 4601 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is Leiðrétting Ranglega var hermt í fyrirsögn í síðasta tölublaði Skinfaxa að Ungmenna- félagið Reynir á Árskógsströnd væri elsta ungmennafélag landsins þótt það hafi fagnað 110 afmæli. Nokkur eru eldri. Þar á meðal er Ungmenna- félagið Eining í Bárðardal í Þingeyjarsveit sem er innan HSÞ. Það var stofnað árið 1892 og er því 125 ára á þessu ári. Þá var Ungmennafélagið Máni, sem er innan USÚ, stofnað 27. janúar árið 1907 og er því eilítið eldra en Ungmennafélagið Reynir. Skarpir ungmennafélagar tóku fljótt eftir rangfærslunni og létu ritstjóra heyra það. Hann biðst velvirðingar á mistökunum. Danski fimleika- og sýningahópurinn Motus Teeterboard mætir á Unglingalandsmót UMFÍ 2017 á Egilsstöðum í boði íslenska fyrirtækisins Motus ehf. Fimleikahópurinn samanstendur af fjórum kraftmiklum strákum á þrítugsaldri sem slógu í gegn í dönsku hæfileikakeppninni Danmark Har Talent á TV2 í fyrra. Fjórmenningarnir eru þaulreyndir í fimleikum og hafa verið á meðal helsta fimleikafólks í heimi. Þeir sérhæfa sig í því sem upp á íslensku má kalla vegasalt (e. teeterboard). Við æfingar á vegasaltinu stendur manneskja á öðrum endanum en tvær stökkva á hinn endann. Við þetta skýst sá eini upp og getur hann gert fimleika í loftinu. Hann lendir síðan á dýnu, öxlum samherja síns eða gerir hvað annað sem hann ætlar sér að gera. Búast má við heilmiklu fjöri þegar félagarnir í Motus Teeterboard sýna listir sínar því að þeir eru ekki aðeins heilmiklir sprelligosar heldur líka ótrúlega færir í loftfimleikum. Þetta verður einstakur viðburður. Eldheitir fljúgandi Danir mæta á svæðið Það er ekki útilokað að einhverjir hafi séð félagana í Motus Teeterboard sýna listir sínar. Þeir hafa verið við nám og sýn- ingar í dönskum heimavistarskólum og lýðháskólum, þar á meðal í Ollerup og Gerlev, skólunum sem margir ungir Íslendingar hafa sótt sem hafa farið utan í lýðháskóla fyrir tilstyrk UMFÍ. Sigurður Arnar Jónsson er forstjóri Motus ehf., fyrirtækisins sem styrkir komu danska fimleikahópsins á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Sigurður er borinn og barnfæddur á Egilsstöðum en á ættir sínar að rekja á Borgarfjörð eystra. Faðir Sigurðar vann mikið fyrir UÍA og vann Sigurður við verkefna- og viðburða- stjórnun hjá UÍA á sumrin frá 14 ára aldri og fram yfir háskólanám. „Vinnan hjá UÍA var á margan hátt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég byrjaði ungur, fór átta ára gamall með pabba, sem var rafvirki, á sumarhátíðir UÍA, en fór síðan eftir fermingu að smíða fyrir Atlavíkurhátíðina og sumarhátíðir,“ segir Sigurður sem gerðist sumarstarfsmaður UÍA árið 1987 og hætti ekki fyrr en árið 1996. Hann kom að ýmsum verkefnum UÍA, Atlavíkurhátíðum, landsmótum og sumarhátíðum UÍA sem voru miklar íþróttahátíðir á sínum tíma. Sigurður kom meðal annars að hátíðunum þegar þær voru haldnar á Eiðum. Það segir hann hafa verið góðan stað. „Þetta var merkilegur viðburður og góð staðsetning. Eiðar var hlutlaust svæði þar sem ekkert af stóru félögunum var þar á heimavelli. Það hjálpaði til við að gera hátíðina að sameign allra Austfirðinga. En svo var sveitarómantíkin allsráðandi sem næst aldrei þegar hátíð er haldin inni í bæ. Meirihluta þeirra Austfirðinga sem ég þekki í dag kynntist ég í tjald- búðum unglinga á sumarhátíðum UÍA,“ segir hann. Sigurður kom að fjölmörgum öðrum verkefnum, tók meðal annars að sér fjár- mögnun á útgáfu Snæfells fyrir UÍA. Vetur- inn notaði hann til að selja auglýsingar í blaðið samhliða háskólanámi. Sigurður segir störf fyrir ungmenna- félög oft vanmetin. Það eigi þau ekki að vera. „Mín skoðun er sú að það að vinna fyrir íþróttahreyfinguna sé gríðarlega góður skóli fyrir atvinnulífið. Fólk stendur og fellur með því sem það gerir. Það er því pressa á að fólk standi sig,“ segir hann. MOTUS merkir á latínu „hreyf- ing“ eða „að hreyfa við/að hafa áhrif á“. Hlutverk MOTUS er að bæta fjárstreymi fyrirtækja, allt frá sölu til þess að greiðsla hefur átt sér stað, það er, að skapa hreyfingu með slagorð- um á borð við „Við komum hreyfingu á peningana“ og „EKKI GERA EKKI NEITT“. Vinnan fyrir UÍA sú skemmtilegasta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.