Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Boðið hefur verið upp á opna fjölskyldutíma á laugardögum í Mosfellsbæ frá árinu 2015. Um leið og heilar fjölskyldur fá tækifæri til að stunda þar hreyf- ingu saman eykst nýting íþrótta- húsanna og íþróttafélögin fá tæki- færi til að kynna starfsemi sína. Ólafur lýsir fjölskyldutímunum. Vorið 2015 kom á borð íþrótta- og tómstunda- nefndar Mosfellsbæjar hugmynd um fjöl- skyldutíma í íþróttamannvirkjum bæjarins. Nefndin og bæjarstjórn Mosfellsbæjar sam- þykktu hugmyndina sama haust. Verkefnið gaf til kynna að spennandi væri að fara af stað með það og sjá hvernig bæjarbúar myndu taka á móti því. Markmiðið var að kynna til sögunnar nýjan hreyfimöguleika til að bæta lýðheilsu bæjar- búa sem myndi miða að því að bjóða fjölskyld- um að koma í íþróttahúsið að Varmá á laugar- dagsmorgnum og stunda hreyfingu og skemmta sér saman undir handleiðslu leið- beinanda. Þar sem Mosfellsbær hefur tekið að sér forystu í að vera heilsueflandi samfélag í samvinnu með heilsuklasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis var við hæfi að fara af stað með verkefni sem sneri að hreyfingu og hvetja til samverustunda fjölskyldunnar. Ólafur Snorri skrifar: Hollt og gott að hreyfa sig Rannsóknir hafa margoft sýnt fram á jákvæð áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu. Þegar fjölskyldan sækir sér afþreyingu saman getur það leitt til ánægjulegrar upplifunar af samverunni og styrkt fjölskylduböndin. Aðstaða til íþrótta og útivistar í Mosfellsbæ er með fremsta móti og er áhugi fyrir útivist að aukast með hverju árinu í bænum, hvort sem það eru hjólreiðar, göngur eða hlaup. Aðstaða fyrir hestamenn er líka til fyrirmynd- ar og íþróttamannvirkin í bænum eru glæsileg. Með fjölskyldutímanum var verið að bæta í flóruna og fleiri möguleikar á hreyfiformi opnuðust. Tugir gesta í hverjum tíma Með sanni má segja að bæjarbúar hafi tekið vel í fjölskyldutímana í þau tvö ár sem verkefn- ið hefur verið í gangi. Að jafnaði eru 50–80 gestir í tímunum sem hafa verið undir hand- leiðslu Þorbjargar Sólbjartsdóttur íþrótta- fræðings og Árna Freys Einarssonar. Tímarnir hafa aðallega farið fram í sal íþróttahússins að Varmá. Þegar ýmis íþrótta- mót hafa verið haldin um helgar hafa tímarn- ir verið fluttir í aðra sali, til að mynda í Lága- fellið en líka hefur verið boðið upp á að fjöl- skyldan færi í staðinn á skíði. Þátttakendur fá frítt í sund eftir tímana og geta því notið samverunnar lengur. Kynning fyrir íþróttafélög Þessar fjölskyldustundir hafa skapað tækifæri fyrir íþróttafélögin í bænum til að kynna starf- semi sína. Sumir þeirra sem mæta í tímana hafa líka sjaldan stigið fæti inn í íþróttamið- stöðvar. Þar opnast augu þeirra enda ljóst hvaða möguleikar eru í boði í miðstöðvunum. Þar sem íþróttaskóli barna á aldrinum 3–5 ára er á svipuðum tíma og fjölskyldutíminn miðast aldur barnanna þá við grunnskóla- aldur þar sem fjölskyldutíminn er ekki hugs- aður sem samkeppni við félög bæjarins heldur frekar sem samstarfsaðili og vettvang- ur til þess að kynna sér aðstæður íþróttafélag- anna. Ég hvet önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi Mosfellsbæjar í að bjóða upp á fjöl- skyldutíma þar sem góðar minningar hafa fylgt fólki eftir tímann og þetta er frábær vett- vangur fyrir fjölskyldur og vini til að eignast góðar stundir saman. Fjölskyldutíminn mun hefja þriðja starfsár sitt nú í haust í Mosfellsbæ. Hreyfing og samvera fyrir alla fjölskylduna í Mosfellsbæ Fjölskyldutímarnir í Mosfellsbæ eru til fyrirmyndar enda gefst þar íþróttafélögum frábært tækifæri til að kynna starfsemi sína. Hvað er í boði fyrir fjölskyldur í þínu sveitarfélagi? Ólafur Snorri Rafns- son er íþrótta- kennari í Varmár- skóla í Mosfellsbæ og formaður íþrótta- og tóm- stundarnefndar 2015–2016. Takið eftir mönnunum í hvítu skyrtunum með svörtu bindin. Þetta eru helstu glímudómarar landsins. Oftast eru þeir sex. Glímudómararnir hafa dæmt á Ungl- ingalandsmótum UMFÍ í áraraðir. Fyrir hverja keppni í glímu setjast þeir niður og taka nokkra umganga í bridds. Þeir spila líka á öðrum tímum þegar þeir dæma í glímu. Samtals setjast þeir niður með spilin 5–10 sinnum á ári og hafa gert það í meira en 30 ár. Hörður Gunn- arsson er elstur, tæplega áttræður. Mennirnir í hvítu skyrtunum Þetta eru dómararnir • Hörður Gunnarsson • Þorvaldur Þorsteinsson • Garðar Erlendsson • Rögnvaldur Ólafsson • Kjartan Lárusson • Sigurjón Leifsson

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.