Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 13
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfjarða (HSV). „Við höfum skoðað lýðheilsuvísana nokk- uð vel. Báðir starfsmenn HSV, formaður og varaformaður, tóku þátt í vinnustofu um heilsueflandi samfélag fyrir sveitar- félög á Vestfjörðum sem haldin var á veg- um landlæknis í maí síðastliðnum. Þar var farið vel yfir heilsuvísa fyrir Vestfirði.“ Hvernig fannst ykkur niðurstaðan um hreyfingu, lýðheilsu, andlegt og líkamlegt ástand? „Það voru nokkur dæmi um lýðheilsuvísa þar sem tölur fyrir Vestfirði voru frábrugðn- ar tölum fyrir landið í heild. Ánægjulegt var að sjá að fleiri fullorðnir nota virkan ferðamáta í vinnu/skóla á Vestfjörðum og að hamingja fullorðinna mælist yfir lands- meðaltali. Það helst í hendur við að þung- lyndislyfjanotkun mælist hér lægst á landinu. Þó er rétt að hafa í huga að það getur einnig stafað af vangreiningu innan heilbrigðiskerfis en erfið- ara er að nálgast sérfræðiþjónustu á geðsviði á Vestfjörðum en víða annars staðar á landinu. Reyndar virðist önnur lyfjagjöf einnig minni, svo sem ávísun á blóðfitulyf og sýklalyfjanotkun barna yngri en fimm ára. Erfitt er að meta hvort það bendi til að heilsufar sé betra á Vestfjörðum eða hvort um sé að ræða áherslur í heilbrigðis- þjónustunni vestra eða skort á sérfræðiþjónustu. Neysla ávaxta og grænmetis er minni á Vestjörðum og fleiri fullorðnir reykja en annars staðar. Þessir tveir þættir eru mikilvægir í almennu heilbrigði og mikilvægt að bæta niðurstöðu þar.“ Ísafjarðarbær hefur áhuga á að vinna í meira mæli eftir stefnu heilsueflandi samfélags og er HSV reiðubúið til að koma með í þá vinnu, að sögn Sigríðar Láru. En hvað þarf að gera? „Fyrst og fremst þarf að greina orsakir á bak við þá þætti sem eru neikvæðari á Vestfjörðum en annars staðar. Er minni neysla á ávöxt- um og grænmeti hér vestra vegna þess að gæði þessara vara séu verri í verslunum hér en á fjölmennari stöðum? Eru reykingar full- orðinna algengari hér vegna hlutfallslegra fleiri nýbúa en annars staðar á landinu? Við þurfum að auka fræðslu um skaðsemi tóbaks á fleiri tungumálum og höfða til breiðari hóps en líka að bæta sér- fræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Vestfjörðum og auðvelda að- gengi að þjónustunni. En við þurfum líka að skoða þá þætti sem eru á bak við jákvæðu útkomuna og meta hvort nýta megi þær upplýsingar til að vinna í þeim neikvæðu.“ Aðildarfélög HSV voru á síðasta ári 17 tals- ins. Innan þeirra vébanda voru 4.516 félags- menn, þar af 1.642 virkir iðkendur. Af þeim voru 917 iðkendur yngri en 18 ára.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.