Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 35
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Af hverju þessar greinar? Ég hef bæði mik- inn áhuga á fimleikum og fótbolta. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að hreyfa mig og að vera í góðum félagsskap. Þegar ég var að byrja í íþróttum á Fáskrúðsfirði var ekki í boði að æfa mikið annað en fótbolta. Um miðja skólagönguna var fimleikadeild Leiknis stofnuð og ég byrjaði á fullu þar. Ári seinna byrjaði ég að æfa með fimleikadeild Hattar. Hver eru markmið þín með þátttökunni? Klárlega að komast lengra en í dag, verða betri og hafa gaman af því. Er einhver sérstök tíska í þínum hópi? Það er misjafnt hvað fólki finnst þægilegt. Það er ekki mikið um liti í fötum, bara svart eða hvítt og vítt. Notar þú einhver öpp meira en önnur? Nei, ég nota mest Facebook enda koma æfingaplönin þangað inn. Notar þú einhver öpp til að halda utan um hreyfingu þína? Ég nota engin öpp en skrifa stundum um hreyfinguna í Notes. Nafn: Svanur Þór Mikaelsson Aldur: 17 ára. Félag: Keflavík. Íþróttagrein: Taekwondo. Af hverju þessi íþróttagrein – hvað gerir hana skemmtilega? Ég fann mig betur í einstaklingsíþrótt og þetta var bara eitthvað fyrir mig. Það var félagsskapurinn, útrásin og svo margt fleira henni tengt. Hver eru markmið þín með þátttökunni? Markmið mín eru aðallega að gera alltaf mitt besta og reyna að bæta mig. Mig langar líka til að komast á stóru mótin erlendis. Er sérstök tíska í íþróttagrein þinni? Nei, ég held það sé engin sérstök tíska í minni íþróttagrein, allir keppendur eru svipað klæddir en keppnisbúningar og fleira eru allt mjög svipað. Notar þú einhver öpp meira en önnur? Ég er á Instagram og Snapchat undir @ svanurthor. Notar þú einhver öpp til að halda utan um hreyfingu þína? Xps er forrit sem ég nota mikið sem keppandi og þjálfari. Ég nota það til að skrá það sem ég borða og fylgjast með æfingunum. Svo set ég æfinguna þar inn ef ég er að fara þjálfa aðra krakka. Nafn: Bjartey Unnur Stefánsdóttir Aldur: 16 ára og 5 mánaða. Félag: HSÞ – Héraðssamband Þingeyinga. Íþróttagrein: Frjálsar íþróttir. Af hverju þessi íþróttagrein? Ég á heima á sveitabæ í um klukkutíma fjarlægð frá næsta stað þar sem hægt er að æfa skipulagðar íþróttir (Húsavík/Laugar). Áður en ég byrjaði að æfa frjálsar voru flestir úr mínum skóla að æfa frjálsíþróttir. Mig langaði að æfa ein- hverja íþrótt og var spennt fyrir frjálsum því að áður hafði ég farið í frjálsíþróttabúðir og keppt á Ásbyrgismótinu sem er héraðsmót haldið í Ásbyrgi. Frjálsíþróttahópurinn í HSÞ er frábær og marga af bestu vinum mínum eignaðist ég gegnum frjálsar. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara í móts- ferðir með þessum hópi. Ástæðurnar fyrir því að ég elska að æfa er félagsskapurinn og frjálsar sem er ótrúlega skemmtileg og fjölbreytt grein. Hver eru markmið þín með þátttökunni? Ég hef aldrei sett mér nein skýr markmið varð- andi árangur í frjálsum, ég hef bara gaman af því að æfa. Auðvitað vil ég gera mitt besta og sjá framfarir. Til að nefna eitthvert mark- mið þá er það að sjá framfarir. Er sérstök tíska í íþróttagrein þinni? Ég er ekkert svaka tískuséni en þessi klassísku merki eins og Nike, Adidas og Under Armour eru alltaf vinsæl. Í frjálsum notast maður við gaddaskó sem eru frá mismunandi framleið- endum. Skór frá Nike eru vinsælir. Hvað hár- tísku varðar held ég að hún fylgi bara hár- tískunni sem er í gangi almennt. Þau sem eru með sítt hár eru oftast með það í tagli eða fléttu/m svo að það þvælist ekki fyrir manni. Miðað við það sem ég hef séð eru Henson- keppnisgallarnir þeir vinsælustu. Hvert félag er auðvitað með sinn stíl. Þessi atriði eru aðallega miðuð út frá HSÞ þar sem ég tek mest eftir því sem er í gangi þar. Notar þú einhver öpp meira en önnur – og af hverju? Ég nota mest Snapchat og Instagram. Snapchat nota ég til að spjalla við vini mína og fylgjast með því hvað sé í gangi á Íslandi. Ég horfi á frægu snapparana. Insta- gram nota ég líka til að fylgjast með því sem er í gangi. Stundum set ég sjálf inn myndir. Notar þú einhver öpp til að halda utan um hreyfingu þína? Ég er kannski voða gamaldags en ég nota engin öpp til að halda utan um hreyfinguna mína. Ég hef prófað það en finnst það bara ekki henta mér. Ég fylgist aðeins með frægum snöppurum sem koma oft með góð ráð varðandi mataræði og hreyfingu. Hins vegar skrifa ég stundum niður einhver markmið varðandi hreyfingu og mér finnst það miklu betra. Hilmir Svanur Þór Elísabet Eir Bjartey Unnur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.