Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Guðmundur Kári Þorgrímsson hefur slegið í gegn í fimleikum en hann var í blönduðu unglingaliði Íslands þegar hann vann brons á EM í fimleikum í Slóveníu 2016. Hann hefur farið á Unglingalandsmót UMFÍ frá unga aldri. „Ég er úr Búðardal og þar var verslunar- mannahelgin alltaf undirlögð í aðdraganda Unglingalandsmóts. Systur mínar, sem eru eldri, kepptu á mótunum og við fórum alltaf saman. Ég var áreiðanlega 4–5 ára þegar ég fór á Unglingalandsmót í fyrsta sinn,“ segir Guðmundur Kári sem margir þekkja betur sem Gumma tvíbura. Guðmundur keppti í fyrsta sinn þegar hann hafði aldur til og var á 11. ári. „Ég man ekki í hverju ég keppti fyrst, líklega fótbolta, en ég keppti líka oft í skák, hástökki, langstökki og 1200 m og 800 m hlaupum. Þegar fimleikarn- ir komu inn á Egilsstöðum keppti ég þar í fyrsta sinn í greininni,“ segir hann. Guðmundur hafði ekki æft fimleika áður en hann keppti í greininni á Unglingalands- móti UMFÍ, síðast þegar það var haldið á Egilsstöðum. Þess í stað hafði hann notað trampólín sem var í garðinum heima hjá honum á Erpsstöðum og farið í handstöður. Þetta er eitthvað sem allir þurfa að kynnast Stökkin komu síðar. Það var ekki fyrr en eftir mótið sem Guðmundur fór að æfa fimleika. Þá var hann í 7. bekk. Æfingar fóru fram á Akranesi einu sinni í viku og þangað ók móðir hans honum á miðvikudögum. Tækifærið var nýtt til hins ýtrasta því að tvíburabróðir Guðmundar æfði fótbolta á sama tíma. Eignast nýja vini á Unglingalandsmóti UMFÍ Guðmundur segir að alltaf hafi myndast mikil stemning fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ í kringum Búðardal og sveitina hans. „Flestir í sveitarfélaginu fóru á Unglingalandsmót. Þetta var mikið fjör og þótt ég hafi verið byrj- aður að æfa fimleika var mamma alltaf að reyna að ýta mér út í frjálsar. Þess vegna keppti ég oft í langhlaupi og hástökki.“ Guðmundur segir mestu skemmtunina á Unglingalandsmóti UMFÍ hafa falist í því að vera með jafnöldum sínum og kynnast nýjum krökkum. „Þarna var maður frjáls, fékk að vaka lengur og alltaf úti í fersku lofti með vinum sínum að leika. Svo var ég alltaf að kynnast nýjum krökkum. Þetta er eitthvað sem allir þurfa að kynnast,“ segir Gummi tvíburi. Allt klárt fyrir Unglingalandsmót UMFÍ Gunnar Gunnarsson er formaður UÍA. Hann segist hafa lært mikið af því hvernig Danir halda landsmót. Þ að hefur verið nóg að gera hjá UÍA í sumar. Í byrjun júlí var haldin árleg Sumarhátíð UÍA og nú eftir Unglinga- landsmót UMFÍ fer fram hjólakeppnin Tour de Ormurinn. Sambandið býr að mikilli reynslu á sviði stórmóta og kann að gera gott mót. Gunnar segir sambandið búa vel að því að hafa haldið stórmót á vegum UMFÍ í gegn- um tíðina. Íþróttamannvirkin í bænum séu í fínu standi og öll aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar. Hún hefur einmitt byggst upp í áranna rás í kringum mótahaldið. Er einhvern sérstök áskorun tengd Unglinga- landsmóti UMFÍ? „Stærsta áskorunin nú er sú að fá sjálfboða- liða til starfa. En við erum ekki ein um það. Á Unglingalandsmóti UMFÍ eru greinar sem þurfa á mörgum að halda. Það getur verið erfitt að manna þær nú þegar margar fjöl- skyldur eru á faraldsfæti,“ segir hann. Gunnar var á meðal þeirra sambandsaðila UMFÍ sem fóru í nokkurra daga ferð til Dan- merkur í sumar að fylgjast með framgangi landsmóts DGI. Honum leist vel á skipulagið þar sem sneri að þeim mikla fjölda sjálfboða- liða sem vann við mótið. DGI hefur einmitt gefið út að um þeir hafi verið um 5.000 talsins. „Það var staðið að allri vinnu með sjálfboða- liðum á mjög faglegan hátt. Þeir fá góða þjálfun, vel er haldið utan um tíma þeirra og vel gert við þá. DGI kann sitt fag hvað sjálf- boðaliða snertir. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir UMFÍ og UÍA,“ segir Gunnar. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til 1. nóvember 2004, við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður- Héraðs. Sveitarfélagið er mjög víðfeðmt og er nú það landmesta á Íslandi. Stærð þess er 8.884 ferkílómetrar. Sveitarfélagið afmarkast af Jökulsá á Fjöll- um í vestri að Biskupshálsi um Möðrudals- heiði og Háreksstaðaheiði, norður Smjörfjöll og Hellisheiði norður í Kollumúla í Héraðsflóa. Að austanverðu afmarkast það frá Bótar- hnjúkum sem eru á mörkum Fljótsdals- héraðs, Fljótsdalshrepps og Djúpavogs- hrepps, þaðan um Breiðdalsheiði og Austurfjöll í Skriðdal yfir á Fagradal um Gagnheiði og um Austurfjöllin í Gripdeild í Héraðsflóa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.