Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.03.2017, Blaðsíða 33
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33 UMFÍ hefur starfrækt Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laug- um í Sælingsdal í ellefu ár eða frá árinu 2005. Nemendur í 9. bekk grunnskóla geta dvalið þar viku í senn yfir skólaárið frá september og fram til loka maí á hverju ári. Á hverju skólaári er pláss fyrir 2.000 grunnskólanemendur á Laugum. Nemendum í 9. bekk, sem dvelja að Laugum, er óheimilt að vera þar með farsíma og tölvur. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðuko- na búðanna, segir nemendurna eiga erfitt með að botna í þessu í fyrstu. Þetta geri þeim hins vegar gott enda nóg um að vera. Nemendurnir eru í stífri dagskrá alla daga vikunnar í óformlegu námi sem leitt er af tómstundaleiðbeinendum. Nemendurnir stunda mikla útivist, fara í gönguferðir og eru í útileikjum, kynnast íslenskri þjóðtrú og prófa ýmislegt heilbrigt sem þau eiga annars ekki kost á. Í Ung- menna- og tómstundabúðunum að Laugum kynnast ungmennin styrkleik- um sínum og veikleikum og læra að vinna með þá til að bæta félagsfærni sína. Símalausir nemendur að Laugum í Sælingsdal NÆSTU MÓT UMFÍ 2018 Landsmót UMFÍ 13. – 15. júlí á Sauðárkróki. Landsmótið verður með breyttu og nýju sniði. Landsmót UMFÍ 50+ verður hluti af stóra landsmótinu á Sauðárkróki. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. 2019 Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað í júní. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. 2020 Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi í júní. Tilkynnt verður um staðsetningu Unglingalandsmóts UMFÍ á mótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Sjáumst á mótum UMFÍ Kynntu þér starf Ungmennafélags Íslands, landssambands ungmennafélaga, á WWW.UMFI.IS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.